Varðskipið Óðinni fór á flot á ný um síðustu helgi eftir um tveggja vikna slipptöku í Reykjavík. Þar fór fram hluti af aðalskoðun skipsins og þurfti að lagfæra eitt og annað á þessu sögufræga skipi sem nú er hluti af safnkosti Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Safnið hefur staðið fyrir leiðsögn um skipið en þær hafa fallið niður meðan á byggingu nýrrar bryggju við safnið hefur staðið. Hollustuvinasamtök Óðins hafa staðið að varðveislu og uppgerð skipsins.
Óðni var siglt út úr Reykjavíkurhöfn í maímánuði 2020 í fyrsta sinn í meira en tíu á en áður höfðu sjálfboðaliðar lagt á sig mikla vinnu við að koma skipinu í gang að nýju. Óðinn var fyrst tekinn í notkun árið 1960 og gegndi hann lykilhlutverki í þorskastríðunum. Oftar en þrjátíu sinnum klippti hann á troll breskra togara og björgunarstörfin voru ófá.
Egill Þórðarson, einn liðsmanna Hollvinasamtaka Óðins, segir að um aðalskoðun hafi verið að ræða sem fer fram á fjögurra ára fresti. Framkvæmd var botnhreinsun á skipinu og skipt um sink. Þá vissu menn af staðbundnu ryði í keðjukassanum sem ráðist var í að laga.
Óðinn fékk haffærisskírteini síðasta sumar en þá var reyndar gerð athugasemd út af ryðinu í keðjukassanum. Talsverður kostnaður hlýst af varðveislu og uppgerð skips eins og Óðins. Hópur velunnara skipsins, um tíu manns, hefur gefið sína vinnu sem er um 5 þúsund vinnustundir á ári, hátt í þrjú ársverk. Fjárveitingarnefnd Alþingis hefur veitt nokkrum milljónum króna á hverju ári til að standa undir hluta kostnaðarins. Egill segir að ýmis fyrirtæki hafi einnig stutt við starfið með framlögum í formi vöru og þjónustu.
Á goslokahátíð
„Draumur okkar er að geta farið einu sinni á hverju sumri og heimsótt staði úti á landi í tengslum við tímamót. Í þeim efnum horfum við til goslokahátíðar í Vestmannaeyjum í sumar. Óðinn var við Bjargtanga þegar fregnir bárust af eldgosinu í Heimaey 23. janúar 1973. Skipið var komið til Eyja um hádegi og var í verkefnum tengdum náttúruhamförunum til 7. mars. Fyrstu viku eldgossins flutti Óðinn um 700 manns til og frá Eyjum og Þorlákshafnar. Þetta voru stöðugir fólksflutningar en einnig var skipið við mælingar við hraunið og við gæslu í nágrenni Vestmannaeyja,“ segir Egill.
Óðinn er fyrsta skráða siglandi safnskipið á Íslandi og reglugerð um það var birt í september 2021. Safnabryggjan, sem er ætluð eingöngu fyrir Óðinn og dráttarbátinn Magna, þegar hann verður tilbúinn til sýningarhalds, hefur verið endurbyggð og á einungis eftir að leggja raf- og vatnslagnir í hana.
Varðskipið Óðinni fór á flot á ný um síðustu helgi eftir um tveggja vikna slipptöku í Reykjavík. Þar fór fram hluti af aðalskoðun skipsins og þurfti að lagfæra eitt og annað á þessu sögufræga skipi sem nú er hluti af safnkosti Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Safnið hefur staðið fyrir leiðsögn um skipið en þær hafa fallið niður meðan á byggingu nýrrar bryggju við safnið hefur staðið. Hollustuvinasamtök Óðins hafa staðið að varðveislu og uppgerð skipsins.
Óðni var siglt út úr Reykjavíkurhöfn í maímánuði 2020 í fyrsta sinn í meira en tíu á en áður höfðu sjálfboðaliðar lagt á sig mikla vinnu við að koma skipinu í gang að nýju. Óðinn var fyrst tekinn í notkun árið 1960 og gegndi hann lykilhlutverki í þorskastríðunum. Oftar en þrjátíu sinnum klippti hann á troll breskra togara og björgunarstörfin voru ófá.
Egill Þórðarson, einn liðsmanna Hollvinasamtaka Óðins, segir að um aðalskoðun hafi verið að ræða sem fer fram á fjögurra ára fresti. Framkvæmd var botnhreinsun á skipinu og skipt um sink. Þá vissu menn af staðbundnu ryði í keðjukassanum sem ráðist var í að laga.
Óðinn fékk haffærisskírteini síðasta sumar en þá var reyndar gerð athugasemd út af ryðinu í keðjukassanum. Talsverður kostnaður hlýst af varðveislu og uppgerð skips eins og Óðins. Hópur velunnara skipsins, um tíu manns, hefur gefið sína vinnu sem er um 5 þúsund vinnustundir á ári, hátt í þrjú ársverk. Fjárveitingarnefnd Alþingis hefur veitt nokkrum milljónum króna á hverju ári til að standa undir hluta kostnaðarins. Egill segir að ýmis fyrirtæki hafi einnig stutt við starfið með framlögum í formi vöru og þjónustu.
Á goslokahátíð
„Draumur okkar er að geta farið einu sinni á hverju sumri og heimsótt staði úti á landi í tengslum við tímamót. Í þeim efnum horfum við til goslokahátíðar í Vestmannaeyjum í sumar. Óðinn var við Bjargtanga þegar fregnir bárust af eldgosinu í Heimaey 23. janúar 1973. Skipið var komið til Eyja um hádegi og var í verkefnum tengdum náttúruhamförunum til 7. mars. Fyrstu viku eldgossins flutti Óðinn um 700 manns til og frá Eyjum og Þorlákshafnar. Þetta voru stöðugir fólksflutningar en einnig var skipið við mælingar við hraunið og við gæslu í nágrenni Vestmannaeyja,“ segir Egill.
Óðinn er fyrsta skráða siglandi safnskipið á Íslandi og reglugerð um það var birt í september 2021. Safnabryggjan, sem er ætluð eingöngu fyrir Óðinn og dráttarbátinn Magna, þegar hann verður tilbúinn til sýningarhalds, hefur verið endurbyggð og á einungis eftir að leggja raf- og vatnslagnir í hana.