Hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækjanna tveggja sem skráð eru í Kauphöllina, Brims hf. og Síldarvinnslunnar hf., tóku kipp og höfðu hækkað um 5,7% í verði um miðjan dag. Sagt var frá þessu á vef Viðskiptablaðsins. Hækkunin kom í kjölfar tilkynningar Hafrannsóknastofnun í hádeginu um að hækkun loðnuráðgjafar sé væntanleg næstu daga. Sjá frétt hér. Í lok dags hafði hlutabréfaverðið lækkað á ný og nam þá hækkunin um 3,51% í Síldarvinnslunni og 2,87% í Brim.