Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét úr höfn á mánudaginn til að taka þátt í tuttugu daga árlegum alþjóðlegum leiðangri. Um borð eru sjö vísindamenn og fimmtán manna áhöfn.
„Eitt af meginmarkmiðum leiðangurins er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi,“ segir á vef Hafrannsóknarstofnunar.
„Í leiðangrinum er einnig aflað gagna sem nýtast við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum þáttum vistkerfisins, frá frumframleiðni sjávar til útbreiðslu hvala,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunar. Þetta sé fjórtánda árið í röð sem Hafrannsóknarstofnun taki þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku.
„Yfirferðasvæði Árna er fyrir norðan, austan, sunnan og vestan landið ásamt svæði í grænlenskri landhelgi fyrir norðan Ísland. Hluti íslensku lögsögunnar fyrir austan land verður dekkuð af færeyska rannsóknaskipinu Jákup Sverri,“ segir áfram.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét úr höfn á mánudaginn til að taka þátt í tuttugu daga árlegum alþjóðlegum leiðangri. Um borð eru sjö vísindamenn og fimmtán manna áhöfn.
„Eitt af meginmarkmiðum leiðangurins er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi,“ segir á vef Hafrannsóknarstofnunar.
„Í leiðangrinum er einnig aflað gagna sem nýtast við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum þáttum vistkerfisins, frá frumframleiðni sjávar til útbreiðslu hvala,“ segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunar. Þetta sé fjórtánda árið í röð sem Hafrannsóknarstofnun taki þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku.
„Yfirferðasvæði Árna er fyrir norðan, austan, sunnan og vestan landið ásamt svæði í grænlenskri landhelgi fyrir norðan Ísland. Hluti íslensku lögsögunnar fyrir austan land verður dekkuð af færeyska rannsóknaskipinu Jákup Sverri,“ segir áfram.