Magnús Jónsson, formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar, segir rannsókn Hafrannsóknastofnunar frá því 2008 vart þess eðlis að draga megi þá ályktun að veiðar með þeim risadragnótum sem nú séu notaðar á stærri skipum hafi engin áhrif á lífríki Skagafjarðar. Dragnótaveiðar í firðinum séu stundaðar á þekktum hrygningarsvæðum þorsks.