Haustrall Hafrannsóknastofnunar er hafið.

Frá þessu segir á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þar sem fram kemur að tvö skip frá fyrirtækinu taki þátt í rallinu að þessu sinni. ​Auk þeirra sé rannsóknarskipið Árni Friðriksson að mæla. ​Toga​ð sé á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu.

„Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand og útbreiðslu helstu nytjastofna við landið. Jafnframt er fylgst með hitastigi sjávar og ýmsu fleiru, svo sem mengandi efnum í sjávarfangi,“ segir á vsv.is.

Á vef Vinnslustöðvarinnar er rætt við Magnús Ríkharðsson, skipstjóra á Breka VE, en þetta mun vera áttunda rallið sem Breki VE tekur þátt í. Þórunn Sveinsdóttir​ VE sé nú að taka þátt í annað sinn. „Þetta rall er hringurinn. Útkantar á íslensku lögsögunni svokallað djúpsjávarrall,“ er haft eftir Magnúsi. Farið sé allt niður á 600 faðma.

Varðandi tímalengd rallsins segir Magnús veðrið vera mestu áhættuna. „Ef allt gengur upp getum við tekið þetta á 21 degi, höfn í höfn,“ segir skipstjórinn.

Á vef Vinnslustöðvarinnar er einnig spjallað við Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE og fjallað nánar um málið.

Haustrall Hafrannsóknastofnunar er hafið.

Frá þessu segir á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þar sem fram kemur að tvö skip frá fyrirtækinu taki þátt í rallinu að þessu sinni. ​Auk þeirra sé rannsóknarskipið Árni Friðriksson að mæla. ​Toga​ð sé á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu.

„Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand og útbreiðslu helstu nytjastofna við landið. Jafnframt er fylgst með hitastigi sjávar og ýmsu fleiru, svo sem mengandi efnum í sjávarfangi,“ segir á vsv.is.

Á vef Vinnslustöðvarinnar er rætt við Magnús Ríkharðsson, skipstjóra á Breka VE, en þetta mun vera áttunda rallið sem Breki VE tekur þátt í. Þórunn Sveinsdóttir​ VE sé nú að taka þátt í annað sinn. „Þetta rall er hringurinn. Útkantar á íslensku lögsögunni svokallað djúpsjávarrall,“ er haft eftir Magnúsi. Farið sé allt niður á 600 faðma.

Varðandi tímalengd rallsins segir Magnús veðrið vera mestu áhættuna. „Ef allt gengur upp getum við tekið þetta á 21 degi, höfn í höfn,“ segir skipstjórinn.

Á vef Vinnslustöðvarinnar er einnig spjallað við Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur VE og fjallað nánar um málið.