Byr VE er nú að veiðum en reiknað er með því að gengið verði frá samningum við kínverskar skipasmíðastöðvar um smíði á tveimur nýjum túnfiskveiðiskipum fyrir Eyjamenn í þessum mánuði. Hér á eftir fer stutt lýsing á skipunum.

Túnfiskveiðiskipið, sem Verkfræðistofan Fengur hefur hannað fyrir hið nýja útgerðarfyrirtæki Ístún hf. í Vestmannaeyjum, verður þriggja þilfara, alls 51,20 metrar á lengd og 12,20 metrar á breidd. Aðalvél verður 2260 hestöfl.

Skipið verður væntanlega smíðað í Kína og reiknað er með því að gengið verði frá samningum fyrir lok þessa mánaðar. Auk túnfiskveiðibúnaðar verður skipið útbúið til hefðbundinna línuveiða með Mustad beitningarvél. Gert er ráð fyrir því að fjöldi króka verði um 50 þúsund talsins, miðað við 9 mm línu, en hægt verður að fjölga þeim upp í 60 til 70 þúsund ef ástæða þykir til.

Gamla fréttin 23 apríl 1999
Gamla fréttin 23 apríl 1999

Öflugur frystibúnaður verður í skipinu og er áætluð frystigeta um fimm til sex tonn af túnfiski á sólarhring eða allt að 30 til 40 tonn af öðrum fiski.

Lestin, sem verður 700 rúmmetrar, verður tvískipt. Annars vegar verður lest fyrir túnfisk með 55 gráðu frosti og hins vegar hefðbundin frystilest með 30 gráðu frosti.

Skip Ístúns hf. verður eitt af öflugustu línuskipum í Norður-Atlantshafi. Gert er ráð fyrir allt að 25 manna áhöfn.

Togari og túnfiskveiðiskip

Túnfiskveiðiskipið, sem Ráðgarður skiparáðgjöf ehf. hefur hannað fyrir Viktor Helgason útgerðarmann Ófeigs VE, verður 41,95 metrar á lengd og 11,20 metra breitt. Stefnt er að því að ganga frá samningum fljótlega en Viktor mun eiga fund með  fulltrúum japanskrar skipasmíðastöðvar nú í vikunni.

Nýja skipið verður togari með búnaði til flottrollsveiða og möguleikum til túnfiskveiða. Aðalvél verður 1.380 hestafla Alpha Diesel og vindukerfi verður frá Rapp. Togvindurnar verða hvor um sig 35 tonna og flottromluvindan verður 10 tonna. Fullkominn túnfiskveiðibúnaður að japanskri fyrirmynd verður einnig í skipinu.

Lest nýja skipsins verður alls 550 rúmmetrar að stærð. Þar af verður 100 rúmmetra frystilest með allt að 55 gráðu frosti fyrir túnfisk en túnfiskurinn verður frystur í þremur frystiskápum sem afkasta um sex stórum túnfiskum á sólarhring. Afgangurinn aaf lestarrýminu verður einangraður sem frystilest en nýttur sem ísfisklest fyrst um sinn.

Alls verða klefar fyrir 18 manna áhöfn og verður lagt mikið upp úr því að aðstaða fyrir áhöfnina verði sem best.

Byr VE er nú að veiðum en reiknað er með því að gengið verði frá samningum við kínverskar skipasmíðastöðvar um smíði á tveimur nýjum túnfiskveiðiskipum fyrir Eyjamenn í þessum mánuði. Hér á eftir fer stutt lýsing á skipunum.

Túnfiskveiðiskipið, sem Verkfræðistofan Fengur hefur hannað fyrir hið nýja útgerðarfyrirtæki Ístún hf. í Vestmannaeyjum, verður þriggja þilfara, alls 51,20 metrar á lengd og 12,20 metrar á breidd. Aðalvél verður 2260 hestöfl.

Skipið verður væntanlega smíðað í Kína og reiknað er með því að gengið verði frá samningum fyrir lok þessa mánaðar. Auk túnfiskveiðibúnaðar verður skipið útbúið til hefðbundinna línuveiða með Mustad beitningarvél. Gert er ráð fyrir því að fjöldi króka verði um 50 þúsund talsins, miðað við 9 mm línu, en hægt verður að fjölga þeim upp í 60 til 70 þúsund ef ástæða þykir til.

Gamla fréttin 23 apríl 1999
Gamla fréttin 23 apríl 1999

Öflugur frystibúnaður verður í skipinu og er áætluð frystigeta um fimm til sex tonn af túnfiski á sólarhring eða allt að 30 til 40 tonn af öðrum fiski.

Lestin, sem verður 700 rúmmetrar, verður tvískipt. Annars vegar verður lest fyrir túnfisk með 55 gráðu frosti og hins vegar hefðbundin frystilest með 30 gráðu frosti.

Skip Ístúns hf. verður eitt af öflugustu línuskipum í Norður-Atlantshafi. Gert er ráð fyrir allt að 25 manna áhöfn.

Togari og túnfiskveiðiskip

Túnfiskveiðiskipið, sem Ráðgarður skiparáðgjöf ehf. hefur hannað fyrir Viktor Helgason útgerðarmann Ófeigs VE, verður 41,95 metrar á lengd og 11,20 metra breitt. Stefnt er að því að ganga frá samningum fljótlega en Viktor mun eiga fund með  fulltrúum japanskrar skipasmíðastöðvar nú í vikunni.

Nýja skipið verður togari með búnaði til flottrollsveiða og möguleikum til túnfiskveiða. Aðalvél verður 1.380 hestafla Alpha Diesel og vindukerfi verður frá Rapp. Togvindurnar verða hvor um sig 35 tonna og flottromluvindan verður 10 tonna. Fullkominn túnfiskveiðibúnaður að japanskri fyrirmynd verður einnig í skipinu.

Lest nýja skipsins verður alls 550 rúmmetrar að stærð. Þar af verður 100 rúmmetra frystilest með allt að 55 gráðu frosti fyrir túnfisk en túnfiskurinn verður frystur í þremur frystiskápum sem afkasta um sex stórum túnfiskum á sólarhring. Afgangurinn aaf lestarrýminu verður einangraður sem frystilest en nýttur sem ísfisklest fyrst um sinn.

Alls verða klefar fyrir 18 manna áhöfn og verður lagt mikið upp úr því að aðstaða fyrir áhöfnina verði sem best.