„Ef við Íslendingar ætlum okkur aukinn hlut á úthafinu til frambúðar þurfum við að nota þennan tíma til hins ýtrasta til þess að afla okkur veiðireynslu á fjarlægum miðum. Helst þurfum við að auka veiðarnar um helming frá því sem nú er. Veiðireynslan skapar okkur aðgang að þessum miðum og aðild að svæðisstjórnum þegar farið verður að skipta upp leyfilegu aflamagni,“ sagði Dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor á fundi Málþings um úthafsveiðar, sem haldinn var í Reykjavík í síðustu viku. Frá þessu sagði í Fiskifréttum 1. nóvember 1996.
Nær helmingur heimshafa utan lögsögu
Um 40-50% af heimshöfunum eru opið úthaf utan lögsögu strandríkja. Á þessum svæðum veiðast nú um 10% heimsaflans. Gunnar minnti á, að samkvæmt þjóðarétti væri enn í gildi fiskveiðifrelsi á úthafinu eins og verið hefði um aldir.
„Skip á úthafsveiðum eru því í fullum rétti og nafngiftir eins og veiðiþjófar og lögbrjótar eru út í hött. Í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna er reglan um fiskveiðifrelsi staðfest, en þó tekið fram að frelsið megi ekki misnota með ofveiði eða rányrkju,“ sagði Gunnar.
Með úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var í fyrra, verður breyting á þessari skipan mála. Samt er nokkur umþóttunartími því af 47 ríkjum sem skrifuðu undir sáttmálann þurfa 30 þeirra að hafa fullgilt hann til þess að hann gangi í gildi.
Á tvímælalaust við um Smuguna
Í síðustu viku voru aðeins þrjú ríki búin að fullgilda sáttmálann, það er Bandaríkin, Tonga og St. Lucia eyjar. Að mati Gunnars getur gildistaka sáttmálans tekið að minnsta kosti 2 til 4 ár og jafnvel lengur.
Að því loknu taka svæðastofnanir víðs vegar um heim til við að stjórna veiðum á hverju svæði fyrir sig. Þjóðir sem aflað hafa sér veiðireynslu á viðkomandi svæði eða telja sig hafa hagsmuna að gæta eiga þá rétt til setu í nefndinni og hlut í þeim kvóta sem ákveðinn verður.
„Þetta á til dæmis tvímælalaust við um stjórnun veiða í Smugunni,“ sagði Gunnar Schram. Ef ágreiningur rís um það hvaða þjóðir skuli eiga aðild að svæðastofnunum er hægt að skjóta málinu til gerðardóms eða til Hafréttardómstóls SÞ.
Veiðiréttur á Rockall svæðinu
Sem kunnugt er hafa Bretar haldið fast við þá stefnu sína að þeir eigi 200 sjómílna lögsögu út frá Rockall klettinum vestan Bretlandseyja. Í apríl 1994 tóku þeir togara í íslenskri eigu (Rex, áður Arnar HU), færðu til hafnar og sektuðu fyrir „ólöglegar“ veiðar um 180 sjómílur vest-suðvestur af Rockall.
Þetta var fyrir gildistöku hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leyfir ekki nema 12 mílna lögsögu í kringum óbyggilega kletta. Nú hefur hafréttarsáttmálinn tekið gildi, eftir að 60 þjóðir hafa undirritað hann, og því hafa Bretar ekki lengur forsendu til þess að banna öðrum veiðar á þessu hafsvæði.
Bretar myndu tapa dómsmáli
„Bretar halda þessu svæði með ólögum. Ég hef trú á því að ef þeir tækju skip þarna í dag og þeim gjörningi yrði skotið til hins nýja Hafréttardómstóls myndu Bretar tapa málinu,“ sagði Gunnar.
Aðspurður sagði Gunnar að allt öðru máli gilti um Rockall en Kolbeinsey sem Danir hafa véfengt sem grunnlínupunkt hér við land. Rockall væri staðsettur langt utan við landgrunn Bretlandseyja en Kolbeinsey væri hluti af íslenskra landgrunninu og því ólíku saman að jafna. Hann nefndi í því sambandi að Kolbeinsey væri aðeins 35 mílur frá Grímsey.
„Ef við Íslendingar ætlum okkur aukinn hlut á úthafinu til frambúðar þurfum við að nota þennan tíma til hins ýtrasta til þess að afla okkur veiðireynslu á fjarlægum miðum. Helst þurfum við að auka veiðarnar um helming frá því sem nú er. Veiðireynslan skapar okkur aðgang að þessum miðum og aðild að svæðisstjórnum þegar farið verður að skipta upp leyfilegu aflamagni,“ sagði Dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor á fundi Málþings um úthafsveiðar, sem haldinn var í Reykjavík í síðustu viku. Frá þessu sagði í Fiskifréttum 1. nóvember 1996.
Nær helmingur heimshafa utan lögsögu
Um 40-50% af heimshöfunum eru opið úthaf utan lögsögu strandríkja. Á þessum svæðum veiðast nú um 10% heimsaflans. Gunnar minnti á, að samkvæmt þjóðarétti væri enn í gildi fiskveiðifrelsi á úthafinu eins og verið hefði um aldir.
„Skip á úthafsveiðum eru því í fullum rétti og nafngiftir eins og veiðiþjófar og lögbrjótar eru út í hött. Í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna er reglan um fiskveiðifrelsi staðfest, en þó tekið fram að frelsið megi ekki misnota með ofveiði eða rányrkju,“ sagði Gunnar.
Með úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var í fyrra, verður breyting á þessari skipan mála. Samt er nokkur umþóttunartími því af 47 ríkjum sem skrifuðu undir sáttmálann þurfa 30 þeirra að hafa fullgilt hann til þess að hann gangi í gildi.
Á tvímælalaust við um Smuguna
Í síðustu viku voru aðeins þrjú ríki búin að fullgilda sáttmálann, það er Bandaríkin, Tonga og St. Lucia eyjar. Að mati Gunnars getur gildistaka sáttmálans tekið að minnsta kosti 2 til 4 ár og jafnvel lengur.
Að því loknu taka svæðastofnanir víðs vegar um heim til við að stjórna veiðum á hverju svæði fyrir sig. Þjóðir sem aflað hafa sér veiðireynslu á viðkomandi svæði eða telja sig hafa hagsmuna að gæta eiga þá rétt til setu í nefndinni og hlut í þeim kvóta sem ákveðinn verður.
„Þetta á til dæmis tvímælalaust við um stjórnun veiða í Smugunni,“ sagði Gunnar Schram. Ef ágreiningur rís um það hvaða þjóðir skuli eiga aðild að svæðastofnunum er hægt að skjóta málinu til gerðardóms eða til Hafréttardómstóls SÞ.
Veiðiréttur á Rockall svæðinu
Sem kunnugt er hafa Bretar haldið fast við þá stefnu sína að þeir eigi 200 sjómílna lögsögu út frá Rockall klettinum vestan Bretlandseyja. Í apríl 1994 tóku þeir togara í íslenskri eigu (Rex, áður Arnar HU), færðu til hafnar og sektuðu fyrir „ólöglegar“ veiðar um 180 sjómílur vest-suðvestur af Rockall.
Þetta var fyrir gildistöku hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leyfir ekki nema 12 mílna lögsögu í kringum óbyggilega kletta. Nú hefur hafréttarsáttmálinn tekið gildi, eftir að 60 þjóðir hafa undirritað hann, og því hafa Bretar ekki lengur forsendu til þess að banna öðrum veiðar á þessu hafsvæði.
Bretar myndu tapa dómsmáli
„Bretar halda þessu svæði með ólögum. Ég hef trú á því að ef þeir tækju skip þarna í dag og þeim gjörningi yrði skotið til hins nýja Hafréttardómstóls myndu Bretar tapa málinu,“ sagði Gunnar.
Aðspurður sagði Gunnar að allt öðru máli gilti um Rockall en Kolbeinsey sem Danir hafa véfengt sem grunnlínupunkt hér við land. Rockall væri staðsettur langt utan við landgrunn Bretlandseyja en Kolbeinsey væri hluti af íslenskra landgrunninu og því ólíku saman að jafna. Hann nefndi í því sambandi að Kolbeinsey væri aðeins 35 mílur frá Grímsey.