Vinnuhópur sem undirbýr gögn fyrir ráðgjafanefnd AIþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir ráðgjöf um veiðar á úthafskarfa og djúpkarfa leggur til að veiðunum verði stjórnað eins og um þrjá aðskilda stofna sé að ræða, þ.e. tvo karfastofna í úthafinu og djúpkarfa í köntunum á Íslandsmiðum.

Þessar upplýsingar komu fram er Fiskifréttir ræddu við Þorstein Sigurðsson, karfasérfræðing á Hafrannsóknastofnun, um ástand úthafskarfans.

Athygli vekur að ekki er lagt til að veiðum á djúpkarfa sem veiddur er sem úthafskarfi og djúpkarfa sem veiddur er í djúpköntunum innan lögsögu sé stjórnað eins og um einn stofn væri að ræða.

Sem kunnugt er túlkaði sjávarútvegsráðuneytið niðurstöður vísindamanna Hafró sem kynntar voru í fyrrahaust á þann veg að um einn stofn væri að ræða.

Þorsteinn Sigurðsson, karfasérfræðingur.
Þorsteinn Sigurðsson, karfasérfræðingur.

Stjórn LÍÚ hefur lagt sama skilning í málið eins og sjá má í tillögum sem LÍÚ sendi frá sér fyrr á essu ári um uppstokkun á kvótum í djúpkarfa og úthafskarfa. Þess má geta að í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá því í vor kom fram að stofnunin myndi ekki veita ráðgjöf í djúpkarfa og úthafskarfa að þessu sinni.

„Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) mun veita ráðgjöf fyrir djúpkarfa og úthafskarfa fyrir árið 2005 í október 2004. Mun þar verða byggt á niðurstöðum fundar um stofngerð tegundarinnar sem fram fer í september,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar.

Á svipuðum nótum og Íslendingar

Þegar rætt var við Þorstein var hann nýkominn af fundi vinnuhóps um stofngerð karfa í Atlantshafi. Hann sagði að sérfræðingahópurinn hefði m.a. byggt á niðurstöðum samevrópsks rannsóknarverkefnis sem Íslendingar eru aðilar að, og hefur nýlega sent frá sér lokaskýrslu um niðurstöðurnar.

„Hópur sérfræðinga vítt og breitt úr heiminum fjallaði um þessar niðurstöður með sérstaka áherslu á erfðafræðilegu rannsóknirnar. Þeirra niðurstaða var sú að það ætti að stýra veiðunum í þremur einingum, þ.e.a.s. djúpkarfinn í köntunum hér heima, djúpkarfi í úthafinu og loks hinn eiginlegi úthafskarfi. Þetta er á svipuðum nótum og það sjónarmið sem við Íslendingar höfum lagt til grundvallar við stjórn veiðanna. Niðurstaða vinnuhópsins var þó ekki einróma því lítill hluti taldi að veiðunum í úthafinu bæri áfram að stýra eins og um einn úthafskarfastofn væri að ræða en ekki tvo.“

Í framhaldi af fundi þessa sérfræðingahóps var sérstakur fundur karfasérfræðinga sem undirbjó gögn sem ráðgjafanefnd ICES mun nota til grundvallar veiðiráðgjafar fyrir árið 2005.

Blöndun frá karfanum í úthafinu

-Er þá ekki lengur verið að tala um að djúpkarfinn í úthafinu og hér á heimamiðum sé einn og sami stofninn?

Fiskifréttir 24 .september 2004.
Fiskifréttir 24 .september 2004.

„Það hafa komið fram mjög ákveðnar vísbendingar um að svo sé. Hins vegar er málið flóknara en svo að hægt sé að slá því föstu endanlega. Greinilegt er að erfðafræðileg blöndun á sér stað milli djúpkarfa í úthafinu og djúpkarfa uppi á djúpköntunum innan lögsögu. Þessi blöndun virðist aðeins vera á annan veginn, þ.e. frá karfanum í úthafinu til karfans á köntunum. Ekki fannst – a.m.k. ekki í þeim sýnum sem við höfðum  greint – merki um blöndun frá karfanum hér heima og út til djúpkarfans í úthafinu. Þetta er greinilega mjög flókið samspil og ef til vill er það sýnasafn sem aflað var ekki þess  megnugt að leysa gátuna til fulls.“

Marktækur erfðafræðilegur munur

– Þú fjallaðir um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum á aðalfundi LÍÚ sl. haust. Sá skilningur var lagður í málið á þeim tíma að djúpkarfinn í úthafinu og hér heima væri einn og sami stofninn. Stjórn LÍÚ hefur meira að segja lagt til að kvótar í þessum stofnum verði stokkaðir upp. Hafa hugmyndir þínar um tengsl stofnanna eitthvað breyst síðan þá?

„Við sögðum síðastliðið haust að sterkar vísbendingar væru fyrir hendi um að samspil væri á milli stofnanna í úthafinu og karfans uppi á kantinum. Það hefur ekki breyst. Spurningin varðandi djúpkarfastofnana er og hefur alltaf verið hvort um sameiginlegan stofn sé að ræða eða hvort aðeins sé verið að tala um samgang í útbreiðslu. Þau gögn sem við höfum í höndunum í augnablikinu benda frekar til þess síðarnefnda. Þau erfðafræðilegu gögn sem við höfum segja okkur að um sé að ræða göngur utan af hafi upp á kantana en engar göngur frá köntunum og út eins og ég nefndi.“

Mikil óvissa um lífsferilinn

„Það er erfðafræðilegur munur á milli djúpkarfans í úthafinu og djúpkarfans á köntunum enda þótt sá munur sé mun minni en milli úthafskarfa og djúpkarfastofnanna. Þessi munur er ekki mikill en hann er samt tölfræðilega marktækur og því er ekki hægt að segja annað en að erfðafræðilegur aðskilnaður sé á milli stofnanna. Þetta útilokar samt ekki að karfastofndjúpkarfarnir séu blandaðir á ákveðnum tímum ársins. Við verðum að hafa í huga að við vitum lítið um lífssögu þeirra. Við vitum ekki einu sinni hvort þessir stofnar maka sig sinn á hvorum staðnum eða ekki. Meðan vitneskja um lífsferla karfans er ekki fyrir hendi er óvissan mikil. Vonandi munu aðrar athuganir, s.s. merkingar á karfa ná að varpa frekara ljósi á þessa óvissu,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson í Fiskifréttum fyrir yæpum tuttugu árum.

Vinnuhópur sem undirbýr gögn fyrir ráðgjafanefnd AIþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir ráðgjöf um veiðar á úthafskarfa og djúpkarfa leggur til að veiðunum verði stjórnað eins og um þrjá aðskilda stofna sé að ræða, þ.e. tvo karfastofna í úthafinu og djúpkarfa í köntunum á Íslandsmiðum.

Þessar upplýsingar komu fram er Fiskifréttir ræddu við Þorstein Sigurðsson, karfasérfræðing á Hafrannsóknastofnun, um ástand úthafskarfans.

Athygli vekur að ekki er lagt til að veiðum á djúpkarfa sem veiddur er sem úthafskarfi og djúpkarfa sem veiddur er í djúpköntunum innan lögsögu sé stjórnað eins og um einn stofn væri að ræða.

Sem kunnugt er túlkaði sjávarútvegsráðuneytið niðurstöður vísindamanna Hafró sem kynntar voru í fyrrahaust á þann veg að um einn stofn væri að ræða.

Þorsteinn Sigurðsson, karfasérfræðingur.
Þorsteinn Sigurðsson, karfasérfræðingur.

Stjórn LÍÚ hefur lagt sama skilning í málið eins og sjá má í tillögum sem LÍÚ sendi frá sér fyrr á essu ári um uppstokkun á kvótum í djúpkarfa og úthafskarfa. Þess má geta að í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá því í vor kom fram að stofnunin myndi ekki veita ráðgjöf í djúpkarfa og úthafskarfa að þessu sinni.

„Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) mun veita ráðgjöf fyrir djúpkarfa og úthafskarfa fyrir árið 2005 í október 2004. Mun þar verða byggt á niðurstöðum fundar um stofngerð tegundarinnar sem fram fer í september,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar.

Á svipuðum nótum og Íslendingar

Þegar rætt var við Þorstein var hann nýkominn af fundi vinnuhóps um stofngerð karfa í Atlantshafi. Hann sagði að sérfræðingahópurinn hefði m.a. byggt á niðurstöðum samevrópsks rannsóknarverkefnis sem Íslendingar eru aðilar að, og hefur nýlega sent frá sér lokaskýrslu um niðurstöðurnar.

„Hópur sérfræðinga vítt og breitt úr heiminum fjallaði um þessar niðurstöður með sérstaka áherslu á erfðafræðilegu rannsóknirnar. Þeirra niðurstaða var sú að það ætti að stýra veiðunum í þremur einingum, þ.e.a.s. djúpkarfinn í köntunum hér heima, djúpkarfi í úthafinu og loks hinn eiginlegi úthafskarfi. Þetta er á svipuðum nótum og það sjónarmið sem við Íslendingar höfum lagt til grundvallar við stjórn veiðanna. Niðurstaða vinnuhópsins var þó ekki einróma því lítill hluti taldi að veiðunum í úthafinu bæri áfram að stýra eins og um einn úthafskarfastofn væri að ræða en ekki tvo.“

Í framhaldi af fundi þessa sérfræðingahóps var sérstakur fundur karfasérfræðinga sem undirbjó gögn sem ráðgjafanefnd ICES mun nota til grundvallar veiðiráðgjafar fyrir árið 2005.

Blöndun frá karfanum í úthafinu

-Er þá ekki lengur verið að tala um að djúpkarfinn í úthafinu og hér á heimamiðum sé einn og sami stofninn?

Fiskifréttir 24 .september 2004.
Fiskifréttir 24 .september 2004.

„Það hafa komið fram mjög ákveðnar vísbendingar um að svo sé. Hins vegar er málið flóknara en svo að hægt sé að slá því föstu endanlega. Greinilegt er að erfðafræðileg blöndun á sér stað milli djúpkarfa í úthafinu og djúpkarfa uppi á djúpköntunum innan lögsögu. Þessi blöndun virðist aðeins vera á annan veginn, þ.e. frá karfanum í úthafinu til karfans á köntunum. Ekki fannst – a.m.k. ekki í þeim sýnum sem við höfðum  greint – merki um blöndun frá karfanum hér heima og út til djúpkarfans í úthafinu. Þetta er greinilega mjög flókið samspil og ef til vill er það sýnasafn sem aflað var ekki þess  megnugt að leysa gátuna til fulls.“

Marktækur erfðafræðilegur munur

– Þú fjallaðir um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum á aðalfundi LÍÚ sl. haust. Sá skilningur var lagður í málið á þeim tíma að djúpkarfinn í úthafinu og hér heima væri einn og sami stofninn. Stjórn LÍÚ hefur meira að segja lagt til að kvótar í þessum stofnum verði stokkaðir upp. Hafa hugmyndir þínar um tengsl stofnanna eitthvað breyst síðan þá?

„Við sögðum síðastliðið haust að sterkar vísbendingar væru fyrir hendi um að samspil væri á milli stofnanna í úthafinu og karfans uppi á kantinum. Það hefur ekki breyst. Spurningin varðandi djúpkarfastofnana er og hefur alltaf verið hvort um sameiginlegan stofn sé að ræða eða hvort aðeins sé verið að tala um samgang í útbreiðslu. Þau gögn sem við höfum í höndunum í augnablikinu benda frekar til þess síðarnefnda. Þau erfðafræðilegu gögn sem við höfum segja okkur að um sé að ræða göngur utan af hafi upp á kantana en engar göngur frá köntunum og út eins og ég nefndi.“

Mikil óvissa um lífsferilinn

„Það er erfðafræðilegur munur á milli djúpkarfans í úthafinu og djúpkarfans á köntunum enda þótt sá munur sé mun minni en milli úthafskarfa og djúpkarfastofnanna. Þessi munur er ekki mikill en hann er samt tölfræðilega marktækur og því er ekki hægt að segja annað en að erfðafræðilegur aðskilnaður sé á milli stofnanna. Þetta útilokar samt ekki að karfastofndjúpkarfarnir séu blandaðir á ákveðnum tímum ársins. Við verðum að hafa í huga að við vitum lítið um lífssögu þeirra. Við vitum ekki einu sinni hvort þessir stofnar maka sig sinn á hvorum staðnum eða ekki. Meðan vitneskja um lífsferla karfans er ekki fyrir hendi er óvissan mikil. Vonandi munu aðrar athuganir, s.s. merkingar á karfa ná að varpa frekara ljósi á þessa óvissu,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson í Fiskifréttum fyrir yæpum tuttugu árum.