Mokveiði hefur verið á rækjumiðunum á Svalbarðasvæðinu að undanförnu. Á sama tíma hefur dregið verulega úr þorskveiðinni og fyrir vikið hafa margir togaraeigendur látið skip sín hætta þorskveiðunum og sent þau þess í stað á rækjuveiðar.
Þetta er ekki bara vegna þess að hægt sé að hafa betri afkomu á rækjunni heldur óttast menn að stóraukin sókn leiði senn til þess að rækjuveiðum í Barentshafi öllu verði senn stjórnað með aflatakmörkunum eða sóknardögum. Með því að fara á rækjuveiðar nú þá eru viðkomandi að tryggja rétt sinn til veiðanna í framtíðinni.
Eins og Fiskifréttir greindu frá í síðustu viku voru rúmlega 40 togarar að rækjuveiðum fyrir austan Vonarey í byrjun mánaðarins og hefur þeim farið fjölgandi. Einn íslenskur togari var þá að veiðum á svæðinu en það er Sveinn Rafn SU sem áður hét Hrannar HF.
Auk þess hafa að minnsta kosti þrír fyrrum íslenskir togarar blandað sér í rækjuslaginn en það eru þýski togarinn Hannover, sem áður hét Guðbjörg ÍS, skoski togarinn Norma Mary, sem hét Snæfugl SU áður en skipið var leigt dótturfyrirtæki Samherja í Skotlandi, og rússneski togarinn Pechenga sem áður hét Klara Sveinsdóttir SU.
Óhætt er að segja að gamla Guggan hafi verið að gera það gott á Svalbarðasvæðinu því afli togarans hefur verið 12 til 15 tonn af rækju á dag að sögn Þorsteins Vilhelmssonar hjá Samherja en veitt er með tveimur trollum samtímis.
Hannover, eins og togarinn heitir nú, er í eigu DFFU sem er dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi. Norma Mary byrjaði einnig mjög vel en eftir viku á veiðum varð togarinn að leita hafnar í Noregi vegna bilunar.
Að sögn Ingólfs Sveinssonar, sem sér um útgerð Sveins Rafns SU og Pechenga, veiðir Sveinn Rafn nú af þeim 100 sóknardögum sem Norðmenn úthlutuðu Íslendingum á Svalbarðasvæðinu en Pechenga veiðir hins vegar af rússneskum sóknardögum.
„Sveinn Rafn SU hefur verið með þetta fimm til sex tonna afla á dag og mest hefur aflinn farið upp í sjö til átta tonn eftir daginn. Pechenga er aðeins búinn að vera tvo daga að veiðum og aflinn var um sex til sjö tonn fyrsta sólarhringinn. Skipin eru að veiðum í Vonareyjardýpi og við erum að vona að framhald verði á þessum góðu aflabrögðum. Reyndar dalaði veiðin aðeins í byrjun vikunnar en heilt yfir þá virðist rækjan í Barentshafi vera á góðri uppleið,“ segir Ingólfur.
Ingólfur segir ástæðuna fyrir því að Pechenga var sendur á rækjuveiðar einfaldlega vera þá að fyrirhugað sé að afla skipinu reynslu á rækjuveiðunum. Ljóst sé að veiðarnar verði takmarkaðar með einu eða öðru móti í framtíðinni.
„Við erum að stimpla okkur hér inn. Við sjáum að ásóknin er að aukast í rækjuna og það var auðvelt fyrir okkur að útbúa skipið til rækjuveiðanna. Það landaði frystum flökum hér heima á íslandi í síðustu viku og þar sem dauft var yfir þorskveiðunum var ákveðið að senda það á rækjuveiðarnar. Við klárum þennan túr og tökum að minnsta kosti annan rækjutúr áður en framhaldið verður ákveðið,“ segir Ingólfur Sveinsson.
Mokveiði hefur verið á rækjumiðunum á Svalbarðasvæðinu að undanförnu. Á sama tíma hefur dregið verulega úr þorskveiðinni og fyrir vikið hafa margir togaraeigendur látið skip sín hætta þorskveiðunum og sent þau þess í stað á rækjuveiðar.
Þetta er ekki bara vegna þess að hægt sé að hafa betri afkomu á rækjunni heldur óttast menn að stóraukin sókn leiði senn til þess að rækjuveiðum í Barentshafi öllu verði senn stjórnað með aflatakmörkunum eða sóknardögum. Með því að fara á rækjuveiðar nú þá eru viðkomandi að tryggja rétt sinn til veiðanna í framtíðinni.
Eins og Fiskifréttir greindu frá í síðustu viku voru rúmlega 40 togarar að rækjuveiðum fyrir austan Vonarey í byrjun mánaðarins og hefur þeim farið fjölgandi. Einn íslenskur togari var þá að veiðum á svæðinu en það er Sveinn Rafn SU sem áður hét Hrannar HF.
Auk þess hafa að minnsta kosti þrír fyrrum íslenskir togarar blandað sér í rækjuslaginn en það eru þýski togarinn Hannover, sem áður hét Guðbjörg ÍS, skoski togarinn Norma Mary, sem hét Snæfugl SU áður en skipið var leigt dótturfyrirtæki Samherja í Skotlandi, og rússneski togarinn Pechenga sem áður hét Klara Sveinsdóttir SU.
Óhætt er að segja að gamla Guggan hafi verið að gera það gott á Svalbarðasvæðinu því afli togarans hefur verið 12 til 15 tonn af rækju á dag að sögn Þorsteins Vilhelmssonar hjá Samherja en veitt er með tveimur trollum samtímis.
Hannover, eins og togarinn heitir nú, er í eigu DFFU sem er dótturfyrirtæki Samherja í Þýskalandi. Norma Mary byrjaði einnig mjög vel en eftir viku á veiðum varð togarinn að leita hafnar í Noregi vegna bilunar.
Að sögn Ingólfs Sveinssonar, sem sér um útgerð Sveins Rafns SU og Pechenga, veiðir Sveinn Rafn nú af þeim 100 sóknardögum sem Norðmenn úthlutuðu Íslendingum á Svalbarðasvæðinu en Pechenga veiðir hins vegar af rússneskum sóknardögum.
„Sveinn Rafn SU hefur verið með þetta fimm til sex tonna afla á dag og mest hefur aflinn farið upp í sjö til átta tonn eftir daginn. Pechenga er aðeins búinn að vera tvo daga að veiðum og aflinn var um sex til sjö tonn fyrsta sólarhringinn. Skipin eru að veiðum í Vonareyjardýpi og við erum að vona að framhald verði á þessum góðu aflabrögðum. Reyndar dalaði veiðin aðeins í byrjun vikunnar en heilt yfir þá virðist rækjan í Barentshafi vera á góðri uppleið,“ segir Ingólfur.
Ingólfur segir ástæðuna fyrir því að Pechenga var sendur á rækjuveiðar einfaldlega vera þá að fyrirhugað sé að afla skipinu reynslu á rækjuveiðunum. Ljóst sé að veiðarnar verði takmarkaðar með einu eða öðru móti í framtíðinni.
„Við erum að stimpla okkur hér inn. Við sjáum að ásóknin er að aukast í rækjuna og það var auðvelt fyrir okkur að útbúa skipið til rækjuveiðanna. Það landaði frystum flökum hér heima á íslandi í síðustu viku og þar sem dauft var yfir þorskveiðunum var ákveðið að senda það á rækjuveiðarnar. Við klárum þennan túr og tökum að minnsta kosti annan rækjutúr áður en framhaldið verður ákveðið,“ segir Ingólfur Sveinsson.