Arnarlax og Arctic Fish þurfa að farga um milljón löxum úr tólf sjókvíum í Tálknafirði vegna lúsafaraldurs, Arnarlax úr sex kvíum og Arctic Fish sömuleiðis úr sex kvíum. Heimildin greindi frá þessu fyrst. Förgun er lokið hjá Arnarlax og samkvæmt frétt mbl.is hefur verið fargað úr 2 sjókvíum Arctic Fish.

Alls eru 34 sjókvíar í firðinum og hófst förgun strax 16. Október. Alls eru um það bil 3,5 milljónir fiska í kvíunum öllum.

Meðhöndlun gegn laxalús með lyfjum hefur lítinn árangur borið og ljóst þótti að um það bil milljónum laxar hefðu ekki þraukað veturinn vegna sára af völdum lúsar.

Berglind Helga Bergsdóttir, gæðastjóri hjá Arctic Fish, segir í samtali við mbl.is að lúsa­vand­inn sé á fleiri stöðum en í Tálknafirði, eins og til dæm­is í Arnar­f­irði og Dýraf­irði. Lúsa­vand­inn sé þó langt­um verri í Tálknafirði en á öðrum stöðum.