Eitraðar gaddavírsmarglyttur ollu miklu tjóni um miðjan nóvember í sjókvíaeldi stórfyrirtækisins SalMar í Senja í Noregi. Farga þurfti um 1,2 milljón laxa.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SalMar. Kemur þar fram að vart hafi orðið við dauðan lax í kvíum fyrirtækisins í Ørnfjordbotn.

Nokkrum dögum síðar hafði fjöldinn af marglyttum vaxið með auknum skaða á fiskinum,“ segir í tilkynningu SalMar. Til að tryggja velferð laxanna hafi verið ákveðið að farga þeim öllum.

Unnið á sólarhringsvöktum

„Starfslið okkar vann að því ásamt fólki á utanaðkomandi björgunarbáti allan sólarhringinn að fást við þetta hræðilega neyðarástand sem skapaðist vegna óvenju skæðrar innrásar af marglyttum,“ segir SalMar. Verkið hafi tekið þrjá til fjóra daga.

Þá segir að sömu marglyttutegundar hafi einni orðið vart á öðrum stöðum í Norður- og Mið-Noregi en þó í takmörkuðu magni. Sjaldgæft sé að marglyttur valdi tjóni af þessu tagi. Marglyttur hafi um árabil lagst á kvíar SalMar í Frøya.

Laxarnir sem þurfti að farga voru aðeins um 300 grömm. Segir SalMar þetta atvik ekki munu hafa veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins sem er annað stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.

Eitraðar gaddavírsmarglyttur ollu miklu tjóni um miðjan nóvember í sjókvíaeldi stórfyrirtækisins SalMar í Senja í Noregi. Farga þurfti um 1,2 milljón laxa.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SalMar. Kemur þar fram að vart hafi orðið við dauðan lax í kvíum fyrirtækisins í Ørnfjordbotn.

Nokkrum dögum síðar hafði fjöldinn af marglyttum vaxið með auknum skaða á fiskinum,“ segir í tilkynningu SalMar. Til að tryggja velferð laxanna hafi verið ákveðið að farga þeim öllum.

Unnið á sólarhringsvöktum

„Starfslið okkar vann að því ásamt fólki á utanaðkomandi björgunarbáti allan sólarhringinn að fást við þetta hræðilega neyðarástand sem skapaðist vegna óvenju skæðrar innrásar af marglyttum,“ segir SalMar. Verkið hafi tekið þrjá til fjóra daga.

Þá segir að sömu marglyttutegundar hafi einni orðið vart á öðrum stöðum í Norður- og Mið-Noregi en þó í takmörkuðu magni. Sjaldgæft sé að marglyttur valdi tjóni af þessu tagi. Marglyttur hafi um árabil lagst á kvíar SalMar í Frøya.

Laxarnir sem þurfti að farga voru aðeins um 300 grömm. Segir SalMar þetta atvik ekki munu hafa veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins sem er annað stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.