Útgerðarfélag Reykjavíkur hlýtur 75 milljónir í styrk úr Orkusjóði til þess að vinna að orkuskiptum fiskiskipa. Þá hefur Grænafl ehf. fengið 3.630.000 úthlutað til rafvæðingar strandveiðibáta og vélsmiðjan Þrymur ehf. 5.250.000 til vetnisvæðingar strandveiða.
Alls hefur Orkusjóður úthlutað fé til 12 verkefna á sviði orkuskipta í haftengdri starfsemi, samtals að fjárhæð 188,9 milljónir króna. Þetta er nærri 9% af heildarúthlutun sjóðsins til orkuskiptaverkefna um land allt, en alls hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að veita um 900 milljónum króna í þessi verkefni á þessu ári og er það hæsta úthlutun til verkefna í orkuskiptum hingað til.
Styrkveitingarnar endurspegla m.a. aukna áherslu á rafvæðingu hafna og orkuskipti í fiskiskipum. Meðal annars er verið að styrkja breytingu fiskiskipa þannig að þau gangi fyrir metanóli, sem hægt er að framleiða með grænni raforku. Þar má nefna verkefni Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem hyggst breyta vinnsluskipinu Guðmundi í Nesi RE 13 þannig að það geti brennt metanóli að talsverðum hluta.
Í haftengdri starfsemi er það Útgerðarfélag Reykjavíkur sem hlýtur hæsta styrkinn, 75 milljónir sem fyrr segir, en þrjú verkefni fá 20 milljónir hvert: Hafnasamlag Norðurlands hyggst nota sinn styrk til landtengingar skemmtiferðaskipa við Torfunesbryggju, Bolungarvíkurkaupstaður til landtengingar fyrir brunnbát í Bolungarík og Ísafjarðarhöfn fær styrk til hleðslutækis fyrir tvíorku-dráttarbát, eða hybrid.
Af öðru má nefna að í hlut Arctic Fish ehf. koma 14.750.000 til að standa straum af 100% rafknúnum þjónustubát og Þróunarfélag Grundartanga hlýtur 7.396.000 til hleðslubúnaðs fyrir hafntengda starfsemi á Grundartanga.
Ennfremur fær Sidewind ehf. 3,5 milljónir til að þróa áfram vindmyllugáma sína, en það verkefni gengur út á að framleiða rafmagn með láréttum vindtúrbínum í opnum gámum.
Loks fengu Norðureyri ehf. 10 milljónir og Flugalda ehf. 8,5 milljónir í styrki til orkuskipta á þessu ári.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hlýtur 75 milljónir í styrk úr Orkusjóði til þess að vinna að orkuskiptum fiskiskipa. Þá hefur Grænafl ehf. fengið 3.630.000 úthlutað til rafvæðingar strandveiðibáta og vélsmiðjan Þrymur ehf. 5.250.000 til vetnisvæðingar strandveiða.
Alls hefur Orkusjóður úthlutað fé til 12 verkefna á sviði orkuskipta í haftengdri starfsemi, samtals að fjárhæð 188,9 milljónir króna. Þetta er nærri 9% af heildarúthlutun sjóðsins til orkuskiptaverkefna um land allt, en alls hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að veita um 900 milljónum króna í þessi verkefni á þessu ári og er það hæsta úthlutun til verkefna í orkuskiptum hingað til.
Styrkveitingarnar endurspegla m.a. aukna áherslu á rafvæðingu hafna og orkuskipti í fiskiskipum. Meðal annars er verið að styrkja breytingu fiskiskipa þannig að þau gangi fyrir metanóli, sem hægt er að framleiða með grænni raforku. Þar má nefna verkefni Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem hyggst breyta vinnsluskipinu Guðmundi í Nesi RE 13 þannig að það geti brennt metanóli að talsverðum hluta.
Í haftengdri starfsemi er það Útgerðarfélag Reykjavíkur sem hlýtur hæsta styrkinn, 75 milljónir sem fyrr segir, en þrjú verkefni fá 20 milljónir hvert: Hafnasamlag Norðurlands hyggst nota sinn styrk til landtengingar skemmtiferðaskipa við Torfunesbryggju, Bolungarvíkurkaupstaður til landtengingar fyrir brunnbát í Bolungarík og Ísafjarðarhöfn fær styrk til hleðslutækis fyrir tvíorku-dráttarbát, eða hybrid.
Af öðru má nefna að í hlut Arctic Fish ehf. koma 14.750.000 til að standa straum af 100% rafknúnum þjónustubát og Þróunarfélag Grundartanga hlýtur 7.396.000 til hleðslubúnaðs fyrir hafntengda starfsemi á Grundartanga.
Ennfremur fær Sidewind ehf. 3,5 milljónir til að þróa áfram vindmyllugáma sína, en það verkefni gengur út á að framleiða rafmagn með láréttum vindtúrbínum í opnum gámum.
Loks fengu Norðureyri ehf. 10 milljónir og Flugalda ehf. 8,5 milljónir í styrki til orkuskipta á þessu ári.