Helstu niðurstöður skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group eru kynntar á opnum fundi á Grand Hótel. Fundurinn hefst kl. 13:30 og er hægt að fylgjast með honum í beinu streymi hér á síðunni.

Skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið og felur í sér ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar.

Ráðuneytið segir að niðurstöður skýrslunnar muni nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið hafi verið mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki.