Niðurstöður rannsóknar hóps vísindamanna við Maryland háskóla í Bandaríkjunum benda til þess að kítin geti orðið sjálfbær orkugjafi fyrir rafbíla. Kítín er aðalefnið í skeljum krabbadýra, humars og rækju og fjölmörgum skordýrum.

Rannsóknin sem ber heitið „Sjálfbær kítósansink raflausn fyrir sink-málmrafhlöður“ og birtist nýlega í vísindatímaritinu Matter og greint var frá niðurstöðunum líka í grein í bandaríska tímaritinu Newsweek. Rannsóknin leiddi í ljós að rafhlaða framleidd með kítínafleiddu kítósani og sinki hefði orkunýtni upp á 99,7%.

Í Newsweek er haft eftir skýrsluhöfundum að hægt verði að nota rafhlöðu gerða úr kítíni til að knýja bílvélar eða til að geymslu á raforku frá vind- eða sólarorkuverum til flutnings inn á raforkunet. Skýrsluhöfundar telja lykilatriði þessarar uppgötvunar vera af umhverfislegum toga. Nú sé framleitt gríðarlegt magn rafhlaða, einkum liþíum-jóna rafhlöðum með svokölluðum pólýprópýlen og pólýkarbónat skiljum sem tekur mörg hundruð eða jafnvel mörg þúsund ár að brotna niður. Kítín er náttúrulegt efnasamband þekkt sem líffjölliða. Það er þegar notað í lyf, skordýraeitur, áburð og sem æt filma á matvæli.