Ein verðmætasta eldistegund í heiminum eru japönsk sæeyru, ezo abalone. Framboð af þessu hlýsjávar lindýri á heimsvísu er mun minna en eftirspurn. Sæbýli hefur allt frá stofnun árið 2007 unnið að undirbúningi og eldi dýra af þessari tegund og komið sér upp eigin klakstofni. Fyrirtækið hefur orðið fyrir skakkaföllum af völdum eldsumbrotanna á Reykjanesi eins og önnur fyrirtæki sem hafa haft starfsemi í Grindavík. Engu að síður hefst sala á sæeyrum árið 2028 og framundan er mikil uppbygging á Reykjanesi á hátæknivæddri áframeldisstöð fyrirtækisins.

1.000 tonna framleiðsla

Fiskifréttir heimsóttu Sæbýli í Grindavík í apríl 2023, áður en hamfarir í tengslum við jarðeldana fóru að ógna byggð í Grindavík. Þá hafði fyrsti prufuskammturinn af sæeyrum nýlega verið seldur til Þýskalands og fékk fyrstu einkunn. Þá var framundan bygging fyrsta áfanga 200 tonna áframeldisstöðvar með lóðréttu hillukerfi í Auðlindagarði HS Orku á Reykjanesi, þar sem ætlunin var að byggja fyrir yfir 1.000 tonna framleiðslu. „Þótt verkefnið sé komið töluvert áleiðis lítum við enn á okkur sem frumkvöðlafyrirtæki. Barnið er fætt, það lærði að skríða og ganga og við teljum að það geti farið að hlaupa innan tíðar,“ sagði Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í umfjöllun Fiskifrétta í apríl 2023.

Hlúð að sæeyrum í eldisstöð Sæbýlis.
Hlúð að sæeyrum í eldisstöð Sæbýlis.

Krefjandi aðstæður

Verkefnið er hugarfóstur Ásgeirs Eiríks Guðnasonar sem lengi vann hjá Hafrannsóknastofnun, meðal annars við tilraunaeldi á sæeyrum í eldisstöðinni á Stað í Grindavík. Ásamt honum eru stærstu hluthafar Sæbýlis Eyrir Invest og Sigurður Pétursson, stofnandi Novo Food í Frakklandi og Arctic Fish á Vestfjörðum. Vala Valþórsdóttir var ráðin forstjóri Sæbýlis og hóf þar störf í september 2023. Hún þurfti því strax að glíma við afar krefjandi aðstæður þegar bærinn var rýmdur í fyrsta sinn 10. nóvember 2023 og í framhaldi af því þurfti að fást við umtalsverðar lokanir og takmarkanir á aðgengi einstaklinga og fyrirtækja að bænum. Hún segir að aðstæðurnar hafi kallað á það gerðar yrðu öryggisáætlanir með tilliti til ófyrirséðrar framtíðar. Vala segir að miklum tíma hafi verið varið í það að ná góðum tökum á ungviðaframleiðslu í Grindavík og koma því í fast ferli. Voru þau mál komin í gott horf og fyrirtækið farið að nálgast það að komast á á viðskiptalegan grunn.

Fyrirhugað var að fara í áframhaldandi uppbyggingu á félaginu sem fólst í því að undirbúa byggingu áframeldisstöðvar í Auðlindagarðinum með lóðréttu rekkakerfi sem fyrirtækið hefur þróað og kallast „SustainCycle“. Þar á að búa sæeyrunum bestu aðstöðu til að dafna, hámarka nýtingu á því flatarmáli sem eldisstöðin stendur á og nýta íslenskar náttúruauðlindir inn í kerfið, eins og hraunsíaðan sjó, jarðvarma og andrúmsloft. En þá dundu ósköpin yfir og gripið var til rýmingar í Grindavík 10. nóvember 2023. Sæbýli og önnur fyrirtæki og einstaklingar í Grindavík fengu önnur verkefni í fangið.

Sæeyru er með dýrustu eldisafurðum í heimi.
Sæeyru er með dýrustu eldisafurðum í heimi.

„Þetta hafa verið óvenjulegir tímar. Stuttu fyrir rýminguna útbjuggum við neyðaráætlun til að bregðast við mismunandi aðstæðum, svo sem heitavatnsleysi, rafmagnsleysi eða hraunflæði inn í Grinda vík. Þegar á reyndi reyndist gott að hafa skýra áætlun fyrir teymið að grípa í, en að lokum nýttum við hluta úr öllum áætlununum þar sem óvissan var mikil og langvarandi.,“ segir Vala.

Framleiðsla stöðvast

Hún segir að þrjú fyrstu eldgosin hafi verið erfiðust fyrir reksturinn þar sem aðgangstakmarkanir vörðu í langan tíma og voru oft mjög tilviljanakenndar. Sæbýli missti rafmagn og heitt vatn, og stundum mátti ekki á tæpara standa með að fylla olíu á varaaflið. Með ákveðni og útsjónarsemi tókst teyminu þó að tryggja að varaaflstöðin væri alltaf með næga olíu. Í heilt ár þurfti þetta fyrirtæki í uppbyggingarfasa, að glíma við þessar aðstæður. Því fylgdi verulegt fjárhagslegt tjón. Fresta þurfti fyrirhuguðum framkvæmdum sem tengdust uppbyggingunni. Sæeyru eru harðger dýr en við þær aðstæður að heitt vatn Strax árin 2030/2031 er ráðgert að salan verði komin í 1.000 tonn sem er það mesta hjá einu fyrirtækinu í heimi fyrir utan Kína. fer af leggjast dýrin í dvala. Heitavatnsleysi í þrjá mánuði hafði áhrif á lífmassann og framleiðsla á ungviði stöðvað ist um hálfs árs skeið. „Við drógum upp margar sviðsmyndir og virkjuðum áætlun úr þeirri verstu, þ.e.a.s. að hraun myndi stefna í átt til Grindavíkur. Í því fólst að f lytja hluta af klakstofninum og hóp af úrvalsdýrum og koma þeim fyrir í gámaein ingum í Auðlindagarðinum sem innréttaðar voru með „SustainCycle-kerfinu“. Þetta var um helmingur af klakdýr unum, þ.e. um 1.500 dýr og auk þess nálægt 200.000 sæeyru í áframeldi til viðbótar. Í dag er þetta okkar önnur starfstöð sem við köllum Auroraland og njótum mikillar velvildar Stolt Sea Farm á lóð þeirra,“ segir Vala.

Strax árin 2030/2031 er ráðgert að salan verði  komin í 1.000 tonn sem er það mesta hjá einu  fyrirtækinu í heimi fyrir utan Kína
Strax árin 2030/2031 er ráðgert að salan verði komin í 1.000 tonn sem er það mesta hjá einu fyrirtækinu í heimi fyrir utan Kína

300.000 tonna heildarframleiðsla í heiminum

Núna er verið að taka næstu skref í uppbyggingu eldisins, og nú er ekki eftir neinu að bíða. Eftir að hafa verið stopp vegna náttúruhamfara er Sæbýli komið á fulla ferð áfram og í reglulega framleiðslu. Sæbýli hefur þróað í samstarfi við Sæplast og Signu nýja útfærslu á „SustainCycle“-kerfinu og lögð hefur verið mikil áhersla á viðskipta- og markaðsþróun á sama tíma. Ráðinn var sérfræðingur í eldi sæeyrna frá Suður-Afríku með 30 ára reynslu að baki sem nú er sestur að á Íslandi. Ársframleiðsla Sæbýlis í fyrsta áfanga verður 200 tonn á ári og áætlað er að fyrstu sæeyrun fari á markað 2028/2029. Strax árin 2030/2031 er ráðgert að salan verði komin í 1.000 tonn sem er það mesta hjá einu fyrirtækinu í heimi fyrir utan Kína. Eitt eldisfyrirtæki í Kína framleiðir 3.000 tonn á ári. Heildarframleiðsla á heimsvísu er um 300.000 tonn á ári. „Það er ekki endilega svo að við þurfum að stoppa í 1.000 tonnum. Við höfum möguleika á að halda áfram uppbyggingu á Reykjanesi með auknum tekjum beint úr sjóðstreymi, en þetta eru fyrstu áætlanirnar sem við kynnum svona fyrsta kastið,“ segir Vala.