Stærsta fiskeldisfyrirtæki heims, Mowi, hefur komist að samkomulagi um kaup á 51,3% hlut í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum, fyrir samtals 1,88 milljarða norskra króna eða sem nemur 26,2 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er sagt á www.vb.is.

Norska stórfyrirtækið Mowi mun eiga 51,3% hlut í Arctic Fish á móti 34,2% hlut Síldarvinnslunnar. Síldarvinnslan keypti þriðjungshlut í Arctic Fish í júní síðastliðnum fyrir 1.089 milljónir norskra króna eða um 15 milljarða íslenskra króna. Kaupverð Síldarvinnslunnar miðaði við 100 norskra krónur á hlut.

Arctic Fish Holding AS er skráð á Euronext Growth Market í Osló og á félagið 100% hlutafjár í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum þar sem félagið er með rúmlega 27 þúsund tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Kaupverð Mowi miðar við 115 norskar krónur á hlut í Arctic Fish en gengi félagsins í stóð í 87 norskum krónum við lokun Euronext-kauphallarinnar í dag. Kaupverðið er því 32% yfir núverandi gengi Arctic Fish og 15% yfir kaupverði Síldarvinnslunnar.

Seljandinn er Norway Royal Salmon (NRS). Salan er sögð liður í sáttaviðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna samruna NRS og SalMar, móðurfélags Icelandic Salmon, sem hét áður Arnarlax. Framkvæmdastjórnin gaf grænt ljós á samrunann í dag.

Stærsta fiskeldisfyrirtæki heims, Mowi, hefur komist að samkomulagi um kaup á 51,3% hlut í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum, fyrir samtals 1,88 milljarða norskra króna eða sem nemur 26,2 milljörðum íslenskra króna.

Norska stórfyrirtækið Mowi mun eiga 51,3% hlut í Arctic Fish á móti 34,2% hlut Síldarvinnslunnar. Síldarvinnslan keypti þriðjungshlut í Arctic Fish í júní síðastliðnum fyrir 1.089 milljónir norskra króna eða um 15 milljarða íslenskra króna. Kaupverð Síldarvinnslunnar miðaði við 100 norskra krónur á hlut.

Arctic Fish Holding AS er skráð á Euronext Growth Market í Osló og á félagið 100% hlutafjár í Arctic Fish ehf. sem er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum á Íslandi og rekur eldisstöðvar á Vestfjörðum þar sem félagið er með rúmlega 27 þúsund tonna leyfi fyrir eldi í sjó.

Kaupverð Mowi miðar við 115 norskar krónur á hlut í Arctic Fish en gengi félagsins í stóð í 87 norskum krónum við lokun Euronext-kauphallarinnar í dag. Kaupverðið er því 32% yfir núverandi gengi Arctic Fish og 15% yfir kaupverði Síldarvinnslunnar.

Seljandinn er Norway Royal Salmon (NRS). Salan er sögð liður í sáttaviðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna samruna NRS og SalMar, móðurfélags Icelandic Salmon, sem hét áður Arnarlax. Framkvæmdastjórnin gaf grænt ljós á samrunann í dag.