Ályktun stjórnar Cruise Iceland vegna afnáms tollfrelsis á hringsiglingar 1. janúar 2025.
Samtökin Cruise Iceland segja afnám tollfrelsis á hringsiglingar sem taka á gildi um næstu áramót munu leiða til þess að tæplega ellefu milljarða króna tekjur muni tapast.

Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Cruise Iceland sem áður hefur lýst yfir áhyggjum af þessari breytingu eins og sagði frá í Fiskifréttum í september.

Stefnir í ómældan skaða

„Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og annarra hagaðila en nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins,“ segir í tilkynningu frá Cruise Iceland vegna ályktun stjórnarinnar.

Því er sagt hafa verið beint til stjórnvalda að taka málið aftur til skoðunar í samráði við hagsmunaaðila. Brýnt væri að meta fjárhagslegar afleiðingar afnáms tollfrelsisins. „Þetta hefur enn ekki verið gert og nú eru aðeins þrír mánuðir þangað til tollfrelsið verður afnumið með ómældum skaða fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengda hagaðila,“ segir í tilkynningunni.

Í ályktun stjórnarinnar segir að það sé á forræði stjórnvalda að leggja mat á íþyngjandi efnahagsleg áhrif fyrir íslenskt atvinnulíf.

Ábyrgð kjörinna fulltrúa mikil

„Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil ef ákvörðunin leiðir til höggs á íslenska ferðaþjónustu og ekki síst ef brothættar byggðir verða verst úti eins og útlit er fyrir en þær njóta heimsókna skipafélaga á hringsiglingu sérstaklega. Þar sem stjórnvöld hafa ekki enn lagt mat á tjónið af aðgerðinni hvetur Cruise Iceland til þess að afnámi tollfrelsisins verði frestað um tvö ár á meðan lagt er fullt mat á hagræn áhrif þess,“ segir í ályktuninni.

Cruise Iceland segir að varlega áætlað sé beinar tekjur af hringsiglingum, sem stefnt nú sé stefnt í voða með ákvörðun stjórnvald, samtals 10.785.174.406 króna, eða tæpir ellefu milljarðar sem fyrr segir. Sé þar um að ræða beinar tekjur af hafnargjöldum, áætlaðri eyðslu ferðamanna, opinberum gjöldum, olíusölu, flugfargjöldum og þjónustu vegna hringsiglinga á Íslandi.

Hafnir og stórfyrirtæki meðal þeirra sem mynda Crusie Iceland

Aðildarfélagar Cruise Iceland eru eftirfarandi: Hafnir á Akranesi, Akureyri, Djúpavogi, Eskifirði, Neskaupstað, Grímsey, Grundarfirði, Hafnarfirði, Hrísey, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjanesi, Reykjavík, Sauðárkróki, Hofsós, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra, Siglufirði, Skagaströnd, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum, Vesturbyggð og Þorlákshöfn.

Þjónustufyrirtækin Samskip, Gára, Atlantik, Iceland Travel, Nonni Travel, Arctic Adventures, Ekran, Norðurflug, Vesturferðir, Skeljungur og SDK group.

Ályktun stjórnar Cruise Iceland vegna afnáms tollfrelsis á hringsiglingar 1. janúar 2025.
Samtökin Cruise Iceland segja afnám tollfrelsis á hringsiglingar sem taka á gildi um næstu áramót munu leiða til þess að tæplega ellefu milljarða króna tekjur muni tapast.

Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Cruise Iceland sem áður hefur lýst yfir áhyggjum af þessari breytingu eins og sagði frá í Fiskifréttum í september.

Stefnir í ómældan skaða

„Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og annarra hagaðila en nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins,“ segir í tilkynningu frá Cruise Iceland vegna ályktun stjórnarinnar.

Því er sagt hafa verið beint til stjórnvalda að taka málið aftur til skoðunar í samráði við hagsmunaaðila. Brýnt væri að meta fjárhagslegar afleiðingar afnáms tollfrelsisins. „Þetta hefur enn ekki verið gert og nú eru aðeins þrír mánuðir þangað til tollfrelsið verður afnumið með ómældum skaða fyrir íslenska ferðaþjónustu og tengda hagaðila,“ segir í tilkynningunni.

Í ályktun stjórnarinnar segir að það sé á forræði stjórnvalda að leggja mat á íþyngjandi efnahagsleg áhrif fyrir íslenskt atvinnulíf.

Ábyrgð kjörinna fulltrúa mikil

„Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil ef ákvörðunin leiðir til höggs á íslenska ferðaþjónustu og ekki síst ef brothættar byggðir verða verst úti eins og útlit er fyrir en þær njóta heimsókna skipafélaga á hringsiglingu sérstaklega. Þar sem stjórnvöld hafa ekki enn lagt mat á tjónið af aðgerðinni hvetur Cruise Iceland til þess að afnámi tollfrelsisins verði frestað um tvö ár á meðan lagt er fullt mat á hagræn áhrif þess,“ segir í ályktuninni.

Cruise Iceland segir að varlega áætlað sé beinar tekjur af hringsiglingum, sem stefnt nú sé stefnt í voða með ákvörðun stjórnvald, samtals 10.785.174.406 króna, eða tæpir ellefu milljarðar sem fyrr segir. Sé þar um að ræða beinar tekjur af hafnargjöldum, áætlaðri eyðslu ferðamanna, opinberum gjöldum, olíusölu, flugfargjöldum og þjónustu vegna hringsiglinga á Íslandi.

Hafnir og stórfyrirtæki meðal þeirra sem mynda Crusie Iceland

Aðildarfélagar Cruise Iceland eru eftirfarandi: Hafnir á Akranesi, Akureyri, Djúpavogi, Eskifirði, Neskaupstað, Grímsey, Grundarfirði, Hafnarfirði, Hrísey, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjanesi, Reykjavík, Sauðárkróki, Hofsós, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra, Siglufirði, Skagaströnd, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum, Vesturbyggð og Þorlákshöfn.

Þjónustufyrirtækin Samskip, Gára, Atlantik, Iceland Travel, Nonni Travel, Arctic Adventures, Ekran, Norðurflug, Vesturferðir, Skeljungur og SDK group.