Dýralæknastofnun Noregs segir að 62,7 milljónir eldislaxa hafi drepist í kvíum í landinu í fyrra samkvæmt skráningum eldisfyrirtækjanna sjálfra. Það þýði að 16,7 prósent eldislaxa drepist áður í kvíunum.

„Tölurnar fyrir 2023 sýna að dánarhlutfallið hefur ekki lækkað á undanförnum árum. Bæði hvað varða fjölda og hlutfalla er þetta hæstu tölurnar sem við höfum skráð til þessa,“ er haft eftir Edgar Brun, deildarstjóra fiskiheilbrigðis og velferðar í frétt á vef stofnunarinnar. Dánarhlutfallið hafi til samburðar verið 16,2 prósent árið 2022 og fjöldi dauðra laxa 56,7 milljónir.

Edgar Brun. Mynd/Eivind Røhne/Veterinærinstituttet
Edgar Brun. Mynd/Eivind Røhne/Veterinærinstituttet

Að sögn Brun varð áherslubreyting í Noregi í fyrra varðandi velferð, heilbrigði og dánartíðni meðal eldisfiska. Tekin hafi verið skref innan greinarinnar til að bæta ástandið. Nánar verði gerði grein fyrir orsökunum að baki tölfræði síðasta árs í skýrslu sem kynnt verður í Bergen þann 12. mars næstkomandi.