Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur kynnt ákvörðun sína um að heimila Hvali hf. veiðar á langreyðum.

Ákvörðun ráðherra var kynnt á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í morgun og nú er nýlokið og með fréttatilkynningu sem gefin var út í kjölfarið.

Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. FF Mynd/Garðar
Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. FF Mynd/Garðar

Í janúar á þessu ári komst Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að útgáfa þáverandi matvælaráðherra á reglugerð sem kom í veg fyrir hvalveiðar degi áður en þær áttu að hefjast í júní í fyrra hefði ekki samrýmst kröfum um meðalhóf og þar af leiðandi ekki verið í samræmi við lög.

Tilkynning matvælaráðuneytisins:

„Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum.

Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr.

Ákvörðun um veiðimagn er innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og tekur mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Ákvörðunin byggir á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda.“

Ekkert um hrefnuveiðileyfi

Fyrir matvælaráðuneytinu hefur einnig legið fyrir ein umsókn um leyfi til veiða á hrefnu. Í samtali við Fiskifréttir í apríl sagðist Bjarkey Olsen reikna með að ákvörðun um þá leyfisumsókn yrði tekin samtímis ákvörðun um leyfi til veiða á langreyði. Ekkert er þó minnst á hrefnuveiðar í tilkynningu ráðuneytisins í dag.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur kynnt ákvörðun sína um að heimila Hvali hf. veiðar á langreyðum.

Ákvörðun ráðherra var kynnt á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í morgun og nú er nýlokið og með fréttatilkynningu sem gefin var út í kjölfarið.

Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. FF Mynd/Garðar
Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. FF Mynd/Garðar

Í janúar á þessu ári komst Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að útgáfa þáverandi matvælaráðherra á reglugerð sem kom í veg fyrir hvalveiðar degi áður en þær áttu að hefjast í júní í fyrra hefði ekki samrýmst kröfum um meðalhóf og þar af leiðandi ekki verið í samræmi við lög.

Tilkynning matvælaráðuneytisins:

„Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum.

Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr.

Ákvörðun um veiðimagn er innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og tekur mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Ákvörðunin byggir á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda.“

Ekkert um hrefnuveiðileyfi

Fyrir matvælaráðuneytinu hefur einnig legið fyrir ein umsókn um leyfi til veiða á hrefnu. Í samtali við Fiskifréttir í apríl sagðist Bjarkey Olsen reikna með að ákvörðun um þá leyfisumsókn yrði tekin samtímis ákvörðun um leyfi til veiða á langreyði. Ekkert er þó minnst á hrefnuveiðar í tilkynningu ráðuneytisins í dag.