Samkvæmt fréttavefnum salmonbusiness.com verður fjórðungur allra laxa í sjókvíaleldi í Noregi verndaður gegn lús með leysigeislum fyrir lok næsta árs.

Þetta er sagt þýða að um eitt hundrað milljón laxar verið verndaðir með leysigeislunum sem eru hluti af tækni frá norska fyrirtækinu Stingray Marine Solutions. Fyrirtækið er sagt ætla að auka framleiðslu sína verulega.

Laxalús kostar norskt laxeldi milljarð dollara á ári

Að sögn Salmon Business eru um það bil sextíu milljónir laxa í norsku eldi nú þegar verndaðir af kerfum frá Stingray Marine Solutions. Fyrirtækið sjá yfir þrjátíu framleiðendum á yfir sjötíu stöðum fyrir búnaði. Fyrirtækið sjálft segir að tækni þess muni geta hjálpað til við að framleiða á bilinu 2 til 2,5 milljarða af máltíðum úr laxi og silungi árlega frá og með 2024.

Tæknin er sögð byggjast á búnaði sem skynji lýs þegar fiskar synda fram hjá og drepi þær með leysigeislum á augabragði. Þetta þýði að mjög sé hægt að draga úr öðrum meðferðum sem ætlað sé að ráða niðurlögum hinnar skæðu laxalúsar.

Að sögn Salmon Business er áætlað að laxalús valdi norskum laxeldisfyrirtækjum í Noregi og annars staðar í heiminum árlega tjóni upp á um einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði um 140 milljarða íslenskra króna.

Samkvæmt fréttavefnum salmonbusiness.com verður fjórðungur allra laxa í sjókvíaleldi í Noregi verndaður gegn lús með leysigeislum fyrir lok næsta árs.

Þetta er sagt þýða að um eitt hundrað milljón laxar verið verndaðir með leysigeislunum sem eru hluti af tækni frá norska fyrirtækinu Stingray Marine Solutions. Fyrirtækið er sagt ætla að auka framleiðslu sína verulega.

Laxalús kostar norskt laxeldi milljarð dollara á ári

Að sögn Salmon Business eru um það bil sextíu milljónir laxa í norsku eldi nú þegar verndaðir af kerfum frá Stingray Marine Solutions. Fyrirtækið sjá yfir þrjátíu framleiðendum á yfir sjötíu stöðum fyrir búnaði. Fyrirtækið sjálft segir að tækni þess muni geta hjálpað til við að framleiða á bilinu 2 til 2,5 milljarða af máltíðum úr laxi og silungi árlega frá og með 2024.

Tæknin er sögð byggjast á búnaði sem skynji lýs þegar fiskar synda fram hjá og drepi þær með leysigeislum á augabragði. Þetta þýði að mjög sé hægt að draga úr öðrum meðferðum sem ætlað sé að ráða niðurlögum hinnar skæðu laxalúsar.

Að sögn Salmon Business er áætlað að laxalús valdi norskum laxeldisfyrirtækjum í Noregi og annars staðar í heiminum árlega tjóni upp á um einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði um 140 milljarða íslenskra króna.