Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylkis í Noregi, ætlar ekki að eiga samtal um fiskeldi við Rune Jensen, framkvæmdastjóra laxaverndunarsamtakanna SalmonCamera.

Gunnar var í viðtali í jólablaði Fiskifrétta. Þar sagði hann meðal annars að sjókvíaeldi væri vistvænasta fiskeldisaðferðin og að ósannað væri að strokulaxar hefðu haft varanleg áhrif á villta laxastofna. Sagði Gunnar að „áróðursmaskína“ gegn eldinu fengi of mikið pláss í fjölmiðlum. Sjá má viðtalið við Gunnar í heild hér að neðan.

Vísuðu fullyrðingum Gunnars á bug

Nokkurri gagnrýni hefur verið beint að Gunnari vegna viðtalsins. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF, Verndasjóðs villtra laxastofna, sagði til dæmis á vef Fiskifrétta 28. desember síðastliðinn að málflutningur Gunnars væri „eins og að kvarta yfir því að fjölmiðlar flytji fréttir af eldgosi á Reykjanesi“.

Fiskifréttir 4. janúar 2024.
Fiskifréttir 4. janúar 2024.

Í Fiskifréttum þann 4. janúar vísaði Rune Jensen, framkvæmdastjóri SalmonCamera, fullyrðingum Gunnars í fyrrnefndu viðtali á bug.

„Ég skora á Gunnar að endurtaka þessar fullyrðingar opinberlega í norskum fjölmiðlum og koma þar á eftir og mæta augliti til auglitis í kappræður í  landsdekkandi sjónvarpsútsendingu þar sem hann getur kynnt „sannanir“ sínar sem yfirtrompa vísindalegar staðreyndir,“ sagði Rune.

Spunameistarar og flugumenn

Að sögn Gunnars eru þessi viðbrögð Elvars og Rune eftir bókinni.

„Það er svo sem ekki við öðru að búast en að áróðursmeistarar svokallaðra laxaverndunarsamtaka þeysist á ritvöllinn þegar bent er á að þessir spunameistarar séu meira áberandi í umræðu um fiskeldi en efni standa til,“ segir Gunnar. „Þannig séð eru þeir að staðfesta það sem ég held fram í viðtalinu. Takk fyrir það.“

Þjálfaðir í rökleysutækni

„Hvað varðar fullyrðingar norska flugumannsins Rune Jensen í síðasta eintaki Fiskifrétta, um að ég hafi kallað leiðandi vísindi sem áróður, þá hef ég ekki haldið slíku fram. Hér er að ferðinni þekkt tækni áróðursmeistara, kallað að reisa strámann. Þetta felst í því að fyrst gera manni upp skoðanir og svo ráðast á mann fyrir að hafa þær,“ segir Gunnar og bendir fólki á að gúggla hugtakið „strawman fallacy“.

Kveðst Gunnar því ekki munu eiga í samræðum við slíka menn.

„Að þræta við menn sem eru þjálfaðir í svoleiðis rökleysutækni hef ég hvorki tíma eða nennu til. Ég held heldur ekki að neinn nenni að horfa eða hlýða á svoleiðis „kappræður“ sem hann býður mér í,“ segir Gunnar og vísar þar til áskorunar Rune Jensen um að mæta í sjónvarp „augliti til auglitis“.

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 1
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 1

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 2
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 2

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 3
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 3

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 4
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 4

Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylkis í Noregi, ætlar ekki að eiga samtal um fiskeldi við Rune Jensen, framkvæmdastjóra laxaverndunarsamtakanna SalmonCamera.

Gunnar var í viðtali í jólablaði Fiskifrétta. Þar sagði hann meðal annars að sjókvíaeldi væri vistvænasta fiskeldisaðferðin og að ósannað væri að strokulaxar hefðu haft varanleg áhrif á villta laxastofna. Sagði Gunnar að „áróðursmaskína“ gegn eldinu fengi of mikið pláss í fjölmiðlum. Sjá má viðtalið við Gunnar í heild hér að neðan.

Vísuðu fullyrðingum Gunnars á bug

Nokkurri gagnrýni hefur verið beint að Gunnari vegna viðtalsins. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF, Verndasjóðs villtra laxastofna, sagði til dæmis á vef Fiskifrétta 28. desember síðastliðinn að málflutningur Gunnars væri „eins og að kvarta yfir því að fjölmiðlar flytji fréttir af eldgosi á Reykjanesi“.

Fiskifréttir 4. janúar 2024.
Fiskifréttir 4. janúar 2024.

Í Fiskifréttum þann 4. janúar vísaði Rune Jensen, framkvæmdastjóri SalmonCamera, fullyrðingum Gunnars í fyrrnefndu viðtali á bug.

„Ég skora á Gunnar að endurtaka þessar fullyrðingar opinberlega í norskum fjölmiðlum og koma þar á eftir og mæta augliti til auglitis í kappræður í  landsdekkandi sjónvarpsútsendingu þar sem hann getur kynnt „sannanir“ sínar sem yfirtrompa vísindalegar staðreyndir,“ sagði Rune.

Spunameistarar og flugumenn

Að sögn Gunnars eru þessi viðbrögð Elvars og Rune eftir bókinni.

„Það er svo sem ekki við öðru að búast en að áróðursmeistarar svokallaðra laxaverndunarsamtaka þeysist á ritvöllinn þegar bent er á að þessir spunameistarar séu meira áberandi í umræðu um fiskeldi en efni standa til,“ segir Gunnar. „Þannig séð eru þeir að staðfesta það sem ég held fram í viðtalinu. Takk fyrir það.“

Þjálfaðir í rökleysutækni

„Hvað varðar fullyrðingar norska flugumannsins Rune Jensen í síðasta eintaki Fiskifrétta, um að ég hafi kallað leiðandi vísindi sem áróður, þá hef ég ekki haldið slíku fram. Hér er að ferðinni þekkt tækni áróðursmeistara, kallað að reisa strámann. Þetta felst í því að fyrst gera manni upp skoðanir og svo ráðast á mann fyrir að hafa þær,“ segir Gunnar og bendir fólki á að gúggla hugtakið „strawman fallacy“.

Kveðst Gunnar því ekki munu eiga í samræðum við slíka menn.

„Að þræta við menn sem eru þjálfaðir í svoleiðis rökleysutækni hef ég hvorki tíma eða nennu til. Ég held heldur ekki að neinn nenni að horfa eða hlýða á svoleiðis „kappræður“ sem hann býður mér í,“ segir Gunnar og vísar þar til áskorunar Rune Jensen um að mæta í sjónvarp „augliti til auglitis“.

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 1
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 1

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 2
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 2

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 3
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 3

Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 4
Gunnar Davíðsson í Fiskifréttum 4