Íslenska sprotafyrirtækið Sidewind hlaut á síðasta ári Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM. Fyrirtækið stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir geta nýtt þann hliðarvind sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu.

Aðferðin getur minnkað mengun frá flutningaskipum töluvert en Sidewind telur að með aðferðinni verði hægt að framleiða 5-20% af þeirri orku sem skip þurfa hverju sinni. Tíu metra löng frumgerð í 40 feta gám hefur nú þegar verið gerð og prófanir á henni fara að hefjast.

1,4 milljarða styrkur frá ESB

Sidewind er þátttakandi í orkuskiptaverkefninu WHISPER sem hlaut í byrjun árs 1,4 milljarða kr. styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu. Að verkefninu stendur fjölbreytt teymi 13 fyrirtækja í átta Evrópulöndum.

„Verkefninu er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins,“ útskýrir María Kristín Þrastardóttir, annar stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem er ein af þeim þremur tæknilausnum sem verkefnið snýr að.

María Kristín segir lausnirnar felast í endurbótum á gáma- og tankskipum sem eru nú þegar í rekstri. Í fyrsta lagi með blandaðri sólar- og vindorkutækni þar sem láréttar vindmillur SideWind og sérhannaðar sólarorkusellur Solbian, framleiða raforku fyrir innri orkunotkun skipanna. Í öðru lagi verða þróuð rafstýrð segl á vegum franska fyrirtækisins Ayro, sem hjálpa til við að knýja skipin áfram. Samhliða verður einnig unnið að geymslulausnum fyrir rafmagn.

Óskar Svavarsson stofnaði Sidewind ásamt eiginkonu sinni, Maríu Kristínu Þrastardóttur. Hann segir verkefnið í fullum gangi. Það snýst um orkuöflun fyrir skip með seglum, sólarsellum og vindtúrbínum Sidewind. Seglið er úr koltrefjaefni og er niðurfellanlegt. Allar þrjár lausnirnar verða prófaðar í tveimur skipum tveggja skipafélaga sem eru þátttakendur í Whisper verkefninu, þ.e. Samskip og ítalska skipaflutningafélaginu Ant. Topic. Ráðgert er að prófanirnar fari fram árið 2025.

Frumgerð Sidewind sem verður prófuð við Ingólfsfjall innan tíðar. Mynd/aðsend.
Frumgerð Sidewind sem verður prófuð við Ingólfsfjall innan tíðar. Mynd/aðsend.

Frumgerð vindtúrbínu Sidewind er gerð úr stáli en nú er verið að þróa nýja gerð úr endurunnu plasti sem er sterkara en stál, að sögn Óskars. Engu að síður standa fyrir dyrum prófanir á frumgerð vindtúrbínunnar undir Ingólfsfjalli á næstu vikum þar sem hún verður álagsprófuð og notuð til rafmagnsframleiðslu.

Eyða 26 tonnum af olíu á sólarhring

Ant. Topic er stórt skipaflutningafélag með fjölda flutningaskipa fyrir lausavöru (e. bulk ship) í rekstri. Að meðaltali liggja skip félagsins fyrir ankeri 60 daga ársins meðan beðið er eftir að þeim sé hleypt í gegnum skipaskurði eða inn til hafna.

„Þá er meiningin að hægt sé að slökkva á vélum skipanna og vindur og sól framleiði rafmagn á meðan skipin liggja fyrir ankerum. Á siglingu og í meðbyr spara seglin mesta orku og þessa 60 daga að meðaltali á ári sem skipin eru stopp framleiða sólarsellur og vindtúrbínan rafmagn svo ekki þarf að notast við ljósavélar,“ segir Óskar.

Whisper verkefnið miðar að 30% eldsneytissparnaði á endurbættum flutningaskipum fyrir lausavöru og yfir 15% eldsneytissparnaði fyrir endurbætt gámaflutningaskip. Flutningaskip Ant. Topic fyrir lausavöru eyða að meðaltali hvert um 26 tonn af olíu á sólarhring þannig að mikið munar um hvert prósent sem eyðslan fer niður.

Íslenska sprotafyrirtækið Sidewind hlaut á síðasta ári Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM. Fyrirtækið stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum. Vindmyllugámarnir geta nýtt þann hliðarvind sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu.

Aðferðin getur minnkað mengun frá flutningaskipum töluvert en Sidewind telur að með aðferðinni verði hægt að framleiða 5-20% af þeirri orku sem skip þurfa hverju sinni. Tíu metra löng frumgerð í 40 feta gám hefur nú þegar verið gerð og prófanir á henni fara að hefjast.

1,4 milljarða styrkur frá ESB

Sidewind er þátttakandi í orkuskiptaverkefninu WHISPER sem hlaut í byrjun árs 1,4 milljarða kr. styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu. Að verkefninu stendur fjölbreytt teymi 13 fyrirtækja í átta Evrópulöndum.

„Verkefninu er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins,“ útskýrir María Kristín Þrastardóttir, annar stofnenda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem er ein af þeim þremur tæknilausnum sem verkefnið snýr að.

María Kristín segir lausnirnar felast í endurbótum á gáma- og tankskipum sem eru nú þegar í rekstri. Í fyrsta lagi með blandaðri sólar- og vindorkutækni þar sem láréttar vindmillur SideWind og sérhannaðar sólarorkusellur Solbian, framleiða raforku fyrir innri orkunotkun skipanna. Í öðru lagi verða þróuð rafstýrð segl á vegum franska fyrirtækisins Ayro, sem hjálpa til við að knýja skipin áfram. Samhliða verður einnig unnið að geymslulausnum fyrir rafmagn.

Óskar Svavarsson stofnaði Sidewind ásamt eiginkonu sinni, Maríu Kristínu Þrastardóttur. Hann segir verkefnið í fullum gangi. Það snýst um orkuöflun fyrir skip með seglum, sólarsellum og vindtúrbínum Sidewind. Seglið er úr koltrefjaefni og er niðurfellanlegt. Allar þrjár lausnirnar verða prófaðar í tveimur skipum tveggja skipafélaga sem eru þátttakendur í Whisper verkefninu, þ.e. Samskip og ítalska skipaflutningafélaginu Ant. Topic. Ráðgert er að prófanirnar fari fram árið 2025.

Frumgerð Sidewind sem verður prófuð við Ingólfsfjall innan tíðar. Mynd/aðsend.
Frumgerð Sidewind sem verður prófuð við Ingólfsfjall innan tíðar. Mynd/aðsend.

Frumgerð vindtúrbínu Sidewind er gerð úr stáli en nú er verið að þróa nýja gerð úr endurunnu plasti sem er sterkara en stál, að sögn Óskars. Engu að síður standa fyrir dyrum prófanir á frumgerð vindtúrbínunnar undir Ingólfsfjalli á næstu vikum þar sem hún verður álagsprófuð og notuð til rafmagnsframleiðslu.

Eyða 26 tonnum af olíu á sólarhring

Ant. Topic er stórt skipaflutningafélag með fjölda flutningaskipa fyrir lausavöru (e. bulk ship) í rekstri. Að meðaltali liggja skip félagsins fyrir ankeri 60 daga ársins meðan beðið er eftir að þeim sé hleypt í gegnum skipaskurði eða inn til hafna.

„Þá er meiningin að hægt sé að slökkva á vélum skipanna og vindur og sól framleiði rafmagn á meðan skipin liggja fyrir ankerum. Á siglingu og í meðbyr spara seglin mesta orku og þessa 60 daga að meðaltali á ári sem skipin eru stopp framleiða sólarsellur og vindtúrbínan rafmagn svo ekki þarf að notast við ljósavélar,“ segir Óskar.

Whisper verkefnið miðar að 30% eldsneytissparnaði á endurbættum flutningaskipum fyrir lausavöru og yfir 15% eldsneytissparnaði fyrir endurbætt gámaflutningaskip. Flutningaskip Ant. Topic fyrir lausavöru eyða að meðaltali hvert um 26 tonn af olíu á sólarhring þannig að mikið munar um hvert prósent sem eyðslan fer niður.