Haf- og loftslagstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur framlengt frest vegna innleiðingu reglna um vernd sjávarspendýra við fiskveiðar og fiskeldi til 31. desember 2023.

Matvælaráðuneytið greinir frá.

Reglurnar gilda um innflutning til Bandaríkjanna á sjávarafurðum úr fiskveiðum þar sem sjávarspendýr eru meðafli eða úr fiskeldi sem getur haft áhrif á sjávarspendýr.

Reglurnar voru upphaflega birtar 2016 og veittu erlendum þjóðum fimm ára undanþágutíma til að þróa og aðlaga reglur um vernd sjávarspendýra sem væru sambærilegar við bandarískar reglur og staðla. Undanþágutímabilið var síðan framlengt um eitt ár, og er nú framlengt að nýju vegna COVID-faraldursins.