68% af öllum lönduðum bolfiski í höfnum Vesturbyggðar í janúar var eldislax. Í Patrekshöfn var landað 655 tonnum af villtum fiski og í Bíldudalshöfn var landað 1.389 tonnum af eldislaxi.

Www.bb.is segir frá því að togarinn Vestri BA hafi landað 258 tonnum eftir sjö veiðiferðir í janúar og þá voru þrír línubátar á veiðum í mánuðinum. Núpur BA var með 371 tonn í sjö veiðiferðum, Agnar BA með 25 tonn eftir sjö veiðiferðir líka og Sindri BA landaði tvisvar um hálfu öðru tonni.