„Þetta eru fyrst og fremst mikil vonbrigði. Ég heyrði í skipafélögunum í gær og þau er hreinlega agndofa,“ segir formaður samtakanna Cruise Iceland um þá ákvörðun stjórnvalda að endurskoða ekki nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip.
„Þetta eru fyrst og fremst mikil vonbrigði. Ég heyrði í skipafélögunum í gær og þau er hreinlega agndofa,“ segir formaður samtakanna Cruise Iceland um þá ákvörðun stjórnvalda að endurskoða ekki nýtt innviðagjald á skemmtiferðaskip.
Talsmaður Iceland Wildlife Fund segir að án rausnarlegs framlags frá tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur væri lögsókn veiðiréttarhafa við Blöndu og Svartá og Hrútafjarðará og Síká gegn Arctic Fish vegna meints tjóns af strokulöxum frá eldisfyrirtækinu ekki möguleg. Arctic Fish segir málsóknina tilhæfulausa.
„Það hefur lengi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, væri lægra en markaðsverðið og skoðun okkar staðfestir þetta,“ sagði atvinnuvegaráðherra er hún kynnti breytingar á veiðigjaldi.
Gat á nótarpoka sjókvíar Arnarlax í Patreksfirði uppgötvaðist 20. mars. Síðast hafði verið neðansjávareftirlit þar 23. febrúar og var nótarpokinn þá heill. Í kvínni voru ríflega 117 þúsund þriggja kílóa eldislaxar. Matvælastofnun rannsakar mögulegt strok.
Stórskipakantur er sagður mikilvægur til að tryggja viðunandi aðstöðu til að taka á móti skemmtiferðaskipum. Staðsetning og lega Patrekshafnar sé þannig að stórskipakantur skapi mikilvæg tækifæri til strandflutninga sem og móttöku stærri fiskiskipa.