„Það er búið að vera ævintýralega gott fiskirí á línuna alveg síðan í haust. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar er þorskur. Eina vandamálið er að fá ekki of mikið af honum. Okkur er skammtaður 30 tonna þorskkvóti á viku og það er erfitt að takmarka sig við það. Núna erum við til dæmis á öðrum veiðidegi og fyrirsjáanlegt að þorskskammturinn klárast í dag. Við verðum því að fara að svipast um eftir ýsu,“ sagði Kolbeinn Marínósson skipstjóri á beitningarvélabátnum Albatros GK frá Grindavík í samtali við Fiskifréttir 11. apríl 2003.
„Það er búið að vera ævintýralega gott fiskirí á línuna alveg síðan í haust. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar er þorskur. Eina vandamálið er að fá ekki of mikið af honum. Okkur er skammtaður 30 tonna þorskkvóti á viku og það er erfitt að takmarka sig við það. Núna erum við til dæmis á öðrum veiðidegi og fyrirsjáanlegt að þorskskammturinn klárast í dag. Við verðum því að fara að svipast um eftir ýsu,“ sagði Kolbeinn Marínósson skipstjóri á beitningarvélabátnum Albatros GK frá Grindavík í samtali við Fiskifréttir 11. apríl 2003.
„Greiningin leiddi í ljós að verð á markaði í Noregi er í öllum tilfellum töluvert hærra en verð í beinni sölu á Íslandi. Þannig endurspeglar verð á Íslandi ekki raunverulegt aflaverðmæti,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra í dag.
„Það hefur lengi leikið grunur á að verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, væri lægra en markaðsverðið og skoðun okkar staðfestir þetta,“ sagði atvinnuvegaráðherra er hún kynnti breytingar á veiðigjaldi.