„Þetta er bara ótrúlegt,“ segir forstjóri Skinneyjar-Þinganess um áformaða hækkun veiðigjalds. Hann fagnar hins vegar vel unnu og nýloknu verki dýpkunarskips í Grynnslunum í Hornafjarðarósi og vonar að framhald verði á. „Það er það sem við treystum á þegar við ákváðum að byggja hér stóran frystiklefa og fjárfesta meira í mjölverksmiðjunni,“ segir hann.
„Þetta er bara ótrúlegt,“ segir forstjóri Skinneyjar-Þinganess um áformaða hækkun veiðigjalds. Hann fagnar hins vegar vel unnu og nýloknu verki dýpkunarskips í Grynnslunum í Hornafjarðarósi og vonar að framhald verði á. „Það er það sem við treystum á þegar við ákváðum að byggja hér stóran frystiklefa og fjárfesta meira í mjölverksmiðjunni,“ segir hann.
„Það virðist sama hvaða dynti stjórnmálamenn eru með í höfðinu varðandi að eyða peningum sem þeir ekki öfluðu sjálfir að alltaf er það skynsamlegasta leiðin að sækja þá peninga á útgerðarfélögin,“ segir framkvæmdastjóri Micro/Klaka.
„Verði frumvarpið að lögum í þessari mynd kann þetta ákvæði að leiða til þess að einstaklingar úr fjölskyldum sem eiga sjávarútvegsfyrirtæki muni síður taka þátt í uppbyggingu annarra fyrirtækja í greininni,“ segir í umsögn Þorsteins Más Baldvinssonar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða þar sem viðfangsefnið er gagnsæi og tengdir aðilar.
„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Grindavík skemmist eitthvað,“ segir Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri í salthúsi Vísis, sem var á staðnum þegar eldgos hófst ofan við bæinn í gær. Talsvert af hráefni stendur óunnið í salthúsinu og í frystihúsi Vísis.