Garðar Guðmundsson er annar stýrimaður á Hákoni ÞH 250. Í til efni sjómannadagsins segir Garðar af einlægni frá peysu föður síns, Guðmundar Ólafs Garðarssonar, og hvernig hún hefur fylgt honum sjálfum alla tíð á sjónum. Peysan hefur gefið honum aukinn styrk í sjóferðum auk þess sem hann segist f inna fyrir föður sínum í hvert skipti sem hann klæðist henni.
Garðar var ungur að árum þegar hann hóf sjómennsku en hann var ekki nema 14 ára þegar hann fór fyrst á sjóinn. ,,Á sjónum með mér voru var afi og pabbi minn og svo náttúrulega margir frændur mínir. Þetta var bara svona lítil fjölskyldu útgerð og ég var á sjó með afa og pabba. Það eru forréttindi sem ekki allir fá að upplifa. Þetta var alveg geggjað,“ segir Garðar og sjó mennskan er því honum í blóð borin. Hann hefur farið ófáa túrana allt frá unglingsárunum.
Við sjómenn erum hjátrúarfullir
Peysan sem faðir hans átti og klæddist upp úr 1990 hefur fylgt Garðari í hverri einustu sjóferð frá því að faðir hans lést fyrir tæpum tólf árum. ,,Pabbi átti þessa peysu en nokkrum árum eftir að ég byrjaði á sjó með honum var ég oft búinn að fá hana lánaða og eignaðist hana síðan. Svo dó pabbi skyndilega fyrir 12 árum síðan. Í dag fer peysan alltaf með mér á sjó. Peysan er í skápnum hjá mér inni í klefanum um borð í skipinu og þegar mér finnst ég þurfa að finna fyrir pabba þá á ég hana, get farið í hana. Það er bara þannig með okkur sjómenn, við erum hjátrúar fullir,“ segir Garðar.
Peysan sem Garðar talar um hefur verið endurgerð og er hluti af fataúrvali 66°Norður í dag. Myndir og viðtal við Garðar er útgefið af 66°Norður í tengslum við sjó mannadaginn til að heiðra íslenska sjómenn – arfleifð sem lifir í sögum, fólki og fatnaði sem hefur bæði verndað og tengt kynslóðir saman að sögn íslenska fataframleiðandans.