Vitinn er hugmyndasamkeppni í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan árið 2015. Keppnin er opin öllum nemendum HR, þvert á deildir í grunnnámi og/eða meistaranámi. Keppnin fer fram að þessu sinni á fimmtudag, föstudag og laugardag næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík.

Vitinn hét áður Hnakkaþon. Keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2015. Í hvert skipti hafa keppendur þurft að takast á við mismunandi úrlausnarefni. Síðast var Vitinn haldinn í febrúar á síðasta ári. Þá unnu nemendur að verkefni í tengslum við Ice Fresh Seafood. Vinningslið var „Babylon“, skipað nemendum frá verkfærði- og tölvunardeild. Verkefnið fólst í að útbúa markaðsáætlun fyrir íslenska landbleikju á bandarískum markaði sem selja átti í gegnum Whole Food og til viðskiptavina þeirra í Bandaríkjunum. Hugmynd þeirra fólst í því að þróa markaðsáætlun í Bandaríkjunum fyrir svokallaðar „íslenskar perlur“. Þær yrðu markaðssettar sem bólgueyðandi matur fyrir atvinnuíþróttamenn vegna hás hlutfalls af Omega-3 fitsýrum í innihaldi fisksins, á stöðum þar sem Whole Foods býður upp á heimsendingu og þá í samstarfi við valda áhrifavalda.

Vinningshópurinn hlaut að verðlaunum ferð til Boston þar sem hann sótti eina af stærstu sjávarútvegssýningum Norður-Ameríku, Seafood Expo North America. Hópurinn heimsótti einnig sjávarklasa og fyrirtæki í sjávarútvegi þar sem þau fengu innsýn í atvinnugreinina og faglega endurgjöf sérfræðinga í sjávarútvegi.