Samið hefur verið um nýtt verð á afla sem er ráðstafað til eigin vinnslu eða sem er seldur til skyldra aðila. Gengið var frá þeim samningi á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS) sem haldinn var í dag.

Samkvæmt samningnum hækkar verð á slægðum þorski um 3,5% og sama hækkun er á óslægðum þorski. Verð á slægðri ýsu helst óbreytt sem og óslægðri ýsu. Verð breytist ekki heldur á karfa né ufsa.

Sagt er frá þessu á heimasíðu Félags skipstjórnarmanna. Breytingin tekur gildi strax og er hún gerð með tilvísun í 1. grein laga nr. 13/1998.