Út er komið viðamesta yfirlitsrit íslenskra lindýra, gjarna kölluð skeldýr, síðan safn rita eftir Ingimar Óskarsson komu út um miðbik síðustu aldar. Sagt er frá þessu á heimasíður Hafrannsóknastofnunar.

Ritið, sem er skýrsla gefin út á vegum á vegum Hafrannsóknastofnunar ber heitið Report of ten years of Mollusca collection in Icelandic waters by the Marine and Freshwater Research Institute sem útleggst Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um söfnun lindýra í íslenskri lögsögu á tíu ára tímabili. Í skýrslunni er gerð grein fyrir 202 tegundum lindýra með lýsingum, myndum og kortlagningu.

Skýrslan á byggir vinnu tveggja belgískra dýrafræðinga, Christiane Delongueville, Rolands Scaillet ásamt Steinunni Hilmu Ólafsdóttur sjávarlíffræðings á Hafrannsóknastofnun. Þau Christiane og Roland hafa haft ástríðu fyrir að safna og rannsaka lindýr í áratugi með fókus á útbreiðslu evrópskra lindýra og þeim áhrifum sem athafnir mannsins og loftslagsbreytingar geta haft á þessi dýr. Skýrsla þessi byggir á lindýrum sem safnað var af fiski- og botndýrafræðingum Hafrannsóknastofnunar úr meðafla við togveiðar við mat a fiskistofnum við Ísland.

Upphaf samstarfsins má rekja til vináttu Christiane og Rolands við Jónbjörn Pálsson fiskifræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem lét af störfum fyrir fáeinum árum. Jónbjörn hóf að safna lindýrum í árlegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og var það upphafið að samstarfi Belganna við Hafrannsóknastofnun. Sjá hér frétt á vef Hafrannsóknastofnunar um þetta árangursríka samstarf Belganna og Hafrannsóknastofnunar.

Söfnun fór fyrst og fremst fram við rannsóknir a djúpslóð i haustralli, sem og á grynnri miðum norðvestur af Íslandi i vorralli. Einnig var safnað úr nokkrum leiðöngrum við stofnmat humars (Nephrops) i maí og úr flatfiskaralli í ágúst. Stærð möskva trollanna leyfði aðallega söfnun stærri eintaka. Minni lindýr (< 10 mm) söfnuðust i maga og þörmum fangaðra fiska, aðallega ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og skrapflúru (Hippoglossoides platessoides).

Skoðuð voru steinar, skeljarusl, draugaveiðinet, svampar, kórallar, þang og þarafestur sem komu i netin til að kanna hvort þar leyndust lindýr. í öllum tilfellum er greint frá ástandi lindýranna, hvort þau voru lifandi eða dauð (tóm skel).