Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar síðdegis í dag að lokinni sex sólarhringa veiðiferð. Afli skipsins er 103 tonn, mest þorskur og ýsa.

Þórhallur Jónsson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunar að allvíða hafi verið veitt.

„Við vorum lengst í Lónsdýpi og á Stokksnesgrunni að reyna við karfa og ufsa. Þorskurinn var síðan að mestu tekinn í Litladýpi og á Fætinum en ýsuna fengum við helst við Hvalbakinn. Við enduðum svo túrinn á Tangaflaki og Gerpisflaki í leit að ýsu. Fiskurinn sem fékkst í þessari veiðferð var hinn þokkalegasti og veður var allt í lagi, allavega var engin bræla,“ sagði Þórhallur.