Útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða, þ.m.t. eldisafurða, náði nýjum hæðum á síðasta ári. Alls voru fluttar út afurðir fyrir 172 milljarða NOK, 2.290 milljarða ÍSK, sem er aukning upp á rúma 275 milljarða ÍSK, frá árinu 2022, eða 14%. Það er einkum veik staða norsku krónunnar gagnvart evru og bandaríkjadal sem veldur þessari verðmætaaukningu í norskum krónum talið. Þetta kemur fram í frétt frá Norges Sjømatråd, Norska sjávarafurðaráðinu.
Stærst á eftir olíu og gasi
„Útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða hefur aldrei verið hærra en á árinu. Sjávarafurðir eru enn ein eftirsóttasta útflutningsvara Noregs og greinin hefur fest sig rækilega í sessi sem önnur stærsta útflutningsgrein landsins, á eftir olíu og gasi,“ segir Christian Chramer, framkvæmdastjóri Norska sjávarafurðaráðsins.
Norska krónan hefur verið að veikjast allt frá árinu 2022 sem hefur þýtt aukin útflutningsverðmæti mælt í þeim gjaldmiðli.
„Veiking norsku krónunnar og almennar verðhækkanir á mörkuðum eru ástæðurnar að baki hæstu útflutningsverðmætum greinarinnar frá upphafi. Rekja má nærri 15 milljarða NOK af aukningu útflutningsverðmæta til veikingar norsku krónunnar,“ segir Chramer.
16 milljónir máltíða á dag
Norðmenn fluttu út 2,8 milljónir tonna af sjávarafurðum á síðasta ári, eldisfiskur meðtalinn. Þetta var 5% samdráttur frá árinu 2022. Minna var flutt út af eldisafurðum og þorski og aldrei hefur verið flutt út minna af uppsjávarafurðum, þ.m.t. makríl og síld, frá árinu 2016. Á síðasta ári voru aflaheimildir í þorski skertar um 20% en þrátt fyrir minni veiðar jókst útflutningsverðmætið. Sama átti við um makríl.
Eldislax er meginstoðin í útflutningsverðmætum sjávarafurða Norðmanna. Á síðasta ári voru flutt út 1,2 milljónir tonna að verðmæti 122,5 milljarðar NOK, 1.630 milljarða ÍSK. Samkvæmt Norska sjávarafurðaráðinu voru framreiddar 16 milljónir máltíða úr norskum eldislaxi á hverjum degi á síðasta ári. Fiskeldi stendur undir 75% af heildarútflutningsverðmætum sjávarafurða Noregs og 46% af magni. Samdrátturinn í magni á síðasta ári var 1,1% frá árinu 2022 en útflutningsverðmætin jukust um 16%, eða 17,6 milljarða NOK, 234 milljarða ÍSK.
Útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða, þ.m.t. eldisafurða, náði nýjum hæðum á síðasta ári. Alls voru fluttar út afurðir fyrir 172 milljarða NOK, 2.290 milljarða ÍSK, sem er aukning upp á rúma 275 milljarða ÍSK, frá árinu 2022, eða 14%. Það er einkum veik staða norsku krónunnar gagnvart evru og bandaríkjadal sem veldur þessari verðmætaaukningu í norskum krónum talið. Þetta kemur fram í frétt frá Norges Sjømatråd, Norska sjávarafurðaráðinu.
Stærst á eftir olíu og gasi
„Útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða hefur aldrei verið hærra en á árinu. Sjávarafurðir eru enn ein eftirsóttasta útflutningsvara Noregs og greinin hefur fest sig rækilega í sessi sem önnur stærsta útflutningsgrein landsins, á eftir olíu og gasi,“ segir Christian Chramer, framkvæmdastjóri Norska sjávarafurðaráðsins.
Norska krónan hefur verið að veikjast allt frá árinu 2022 sem hefur þýtt aukin útflutningsverðmæti mælt í þeim gjaldmiðli.
„Veiking norsku krónunnar og almennar verðhækkanir á mörkuðum eru ástæðurnar að baki hæstu útflutningsverðmætum greinarinnar frá upphafi. Rekja má nærri 15 milljarða NOK af aukningu útflutningsverðmæta til veikingar norsku krónunnar,“ segir Chramer.
16 milljónir máltíða á dag
Norðmenn fluttu út 2,8 milljónir tonna af sjávarafurðum á síðasta ári, eldisfiskur meðtalinn. Þetta var 5% samdráttur frá árinu 2022. Minna var flutt út af eldisafurðum og þorski og aldrei hefur verið flutt út minna af uppsjávarafurðum, þ.m.t. makríl og síld, frá árinu 2016. Á síðasta ári voru aflaheimildir í þorski skertar um 20% en þrátt fyrir minni veiðar jókst útflutningsverðmætið. Sama átti við um makríl.
Eldislax er meginstoðin í útflutningsverðmætum sjávarafurða Norðmanna. Á síðasta ári voru flutt út 1,2 milljónir tonna að verðmæti 122,5 milljarðar NOK, 1.630 milljarða ÍSK. Samkvæmt Norska sjávarafurðaráðinu voru framreiddar 16 milljónir máltíða úr norskum eldislaxi á hverjum degi á síðasta ári. Fiskeldi stendur undir 75% af heildarútflutningsverðmætum sjávarafurða Noregs og 46% af magni. Samdrátturinn í magni á síðasta ári var 1,1% frá árinu 2022 en útflutningsverðmætin jukust um 16%, eða 17,6 milljarða NOK, 234 milljarða ÍSK.