Skip Eskju héldu öll til makrílveiða í dag en stefnan er sett norðaustur í Síldarsmuguna en þangað eru um 350 sjómílur. Veiðin hefur verið róleg síðustu daga en þrátt fyrir það eru menn bjartsýnir á vertíðina.
Í landi er starfsfólk Eskju að mæta aftur til vinnu eftir gott sumarfrí í júní til að undirbúa makrílvertíðina.
„Ef guð og lukka lofar er stefnt á að landa fyrsta makrílfarminum fyrripartinn í næstu viku," segir á heimasíðu Eskju.