Hafrannsóknastofnun áætlar að árlegur lífmassi rauðátu við landið sé um 8 milljónir tonna og mestur er hann við suðurströndina. Tegundin er með öllu ónýtt hér við land. Norðmenn hafa um árabil veitt rauðátu og vinna úr henni margar verðmætar afurðir. Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur frá árinu 2020 staðið að rannsóknum á veiðum og vinnslu á rauðátu. Til stóð í sumar að hefja veiðar í troll og á hentugu skipi en þær áætlanir frestast fram á næsta sumar.

Þekkingarsetrið er með leyfi til veiða á 1.000 tonnum af rauðátu á ári. Sumarið 2022 gerði það út rannsóknabát sinn Friðrik Jesson VE og hóf þá sýnatökur í Háfadýpi. Megintilgangurinn var sá að fylgjast með hve mikill meðaflinn yrði á þessum veiðum.

Þekkingarsetrið hefur gert samstarfssamning við norska fyrirtækið Calanus AS í Tromsø. Samningurinn felur í sér að Calanus láti Þekkingarsetrinu í té þekkingu og tækjabúnað og fái forkaupsrétt á afurðum í staðinn í ákveðinn tíma. Norðmenn hafa rannsakað og veitt rauðátu frá árinu 1959 og hefur Calanus unnið verðmæt efni úr henni sl. 20 ár.

„Veiðarfærin eru komin, tvö troll og eitt sett af hlerum, og við erum þessa dagana að leysa þá út úr tolli en vegna þess hve veiðarfærin komu seint til landsins náum við ekki að prófa þau í sumar. Hlerarnir sem notaðir verða við veiðarnar eru úr áli, hvor um sig 10 fermetrar og fljóta þeir nánast í yfirborðinu.“

Hörður segir að yfir vetrartímann haldi rauðátan sig allt niður á 1.000 metra dýpi en á sumrin færi hún sig ofar og heldur sig mjög ofarlega í sjónum allt upp í yfirborð.

Nánast enginn meðafli

„Þar verður hún veidd og toghlerarnir nánast fljóta í yfirborðinu. Það er dregið í tíu tíma á einni sjómílu á klukkustund. Meðaflinn er nánast enginn. Það er sérfræðingur frá Hafró með í öllum okkar tilraunaveiðum,“ segir Hörður.

Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Ísfélagið og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og vonir standa til að skip fáist að láni frá þessum fyrirtækjum næsta sumar til að fara á tilraunaveiðar með trolli af fullri stærð. Afar fínriðnir möskvar eru í trollinu. Meðan togað er verður rauðátunni dælt úr trollinu um borð.

„Einungis verður togað á mjög litlum hraða sem þýðir að olíunotkun við þessar veiðar verður í algjöru lágmarki,“ segir Hörður.

„Nú í sumar förum við á rannsóknabátnum til rannsóknaveiða. Við notum sérsmíðaða háfa til að mæla þéttleika og til að mæla á hvaða dýpi rauðátan heldur sig. Sömuleiðis erum við að kanna mögulega veiðistaði og að skoða áhrif veðurfars, strauma og sjávarhita á veiðarnar.“

Í haust og vetur verður vinnsla um borð undirbúin og áætlað er að veiðarnar hefjist af fullum krafti 1. júní á næsta ári. Með vinnslu er átt við vinnslu á þeim afla sem berst um borð. Hörður segir reynslu Norðmanna þá að meðaflinn sé innan við 1% en mikið berist af plasti og rusli úr sjónum. Flokka þurfi ruslið frá aflanum. Rauðátan verður væntanlega fryst um borð. Hluti hennar fer til samstarfsaðilans í Noregi en annar hluti verður nýttur til vinnslu í áframhaldandi rannsóknaverkefni í Vestmannaeyjum.

„Við munum því fara strax í afurðarrannsóknir um leið og nægilegt magn rauðátu berst að landi, vonandi næsta sumar,“ segir Hörður.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja er einnig í samstarfi við Háskóla Íslands og hefur fengið að láni sérhannaðann bergmálsbúnað þaðan. Stuðst hefur verið við gervihnattarmyndir til þess að finna rauðátublómann en sú tækni er enn á tilraunastigi.

Rannís og Tækniþróunarsjóður styrktu verkefnið nýlega um 20 milljónir króna. Sömuleiðis hlaut verkefnið 5 milljóna króna styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Til viðbótar hefur Uppbyggingarsjóður Suðurlands (SASS) og Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið.

Hafrannsóknastofnun áætlar að árlegur lífmassi rauðátu við landið sé um 8 milljónir tonna og mestur er hann við suðurströndina. Tegundin er með öllu ónýtt hér við land. Norðmenn hafa um árabil veitt rauðátu og vinna úr henni margar verðmætar afurðir. Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur frá árinu 2020 staðið að rannsóknum á veiðum og vinnslu á rauðátu. Til stóð í sumar að hefja veiðar í troll og á hentugu skipi en þær áætlanir frestast fram á næsta sumar.

Þekkingarsetrið er með leyfi til veiða á 1.000 tonnum af rauðátu á ári. Sumarið 2022 gerði það út rannsóknabát sinn Friðrik Jesson VE og hóf þá sýnatökur í Háfadýpi. Megintilgangurinn var sá að fylgjast með hve mikill meðaflinn yrði á þessum veiðum.

Þekkingarsetrið hefur gert samstarfssamning við norska fyrirtækið Calanus AS í Tromsø. Samningurinn felur í sér að Calanus láti Þekkingarsetrinu í té þekkingu og tækjabúnað og fái forkaupsrétt á afurðum í staðinn í ákveðinn tíma. Norðmenn hafa rannsakað og veitt rauðátu frá árinu 1959 og hefur Calanus unnið verðmæt efni úr henni sl. 20 ár.

„Veiðarfærin eru komin, tvö troll og eitt sett af hlerum, og við erum þessa dagana að leysa þá út úr tolli en vegna þess hve veiðarfærin komu seint til landsins náum við ekki að prófa þau í sumar. Hlerarnir sem notaðir verða við veiðarnar eru úr áli, hvor um sig 10 fermetrar og fljóta þeir nánast í yfirborðinu.“

Hörður segir að yfir vetrartímann haldi rauðátan sig allt niður á 1.000 metra dýpi en á sumrin færi hún sig ofar og heldur sig mjög ofarlega í sjónum allt upp í yfirborð.

Nánast enginn meðafli

„Þar verður hún veidd og toghlerarnir nánast fljóta í yfirborðinu. Það er dregið í tíu tíma á einni sjómílu á klukkustund. Meðaflinn er nánast enginn. Það er sérfræðingur frá Hafró með í öllum okkar tilraunaveiðum,“ segir Hörður.

Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Ísfélagið og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og vonir standa til að skip fáist að láni frá þessum fyrirtækjum næsta sumar til að fara á tilraunaveiðar með trolli af fullri stærð. Afar fínriðnir möskvar eru í trollinu. Meðan togað er verður rauðátunni dælt úr trollinu um borð.

„Einungis verður togað á mjög litlum hraða sem þýðir að olíunotkun við þessar veiðar verður í algjöru lágmarki,“ segir Hörður.

„Nú í sumar förum við á rannsóknabátnum til rannsóknaveiða. Við notum sérsmíðaða háfa til að mæla þéttleika og til að mæla á hvaða dýpi rauðátan heldur sig. Sömuleiðis erum við að kanna mögulega veiðistaði og að skoða áhrif veðurfars, strauma og sjávarhita á veiðarnar.“

Í haust og vetur verður vinnsla um borð undirbúin og áætlað er að veiðarnar hefjist af fullum krafti 1. júní á næsta ári. Með vinnslu er átt við vinnslu á þeim afla sem berst um borð. Hörður segir reynslu Norðmanna þá að meðaflinn sé innan við 1% en mikið berist af plasti og rusli úr sjónum. Flokka þurfi ruslið frá aflanum. Rauðátan verður væntanlega fryst um borð. Hluti hennar fer til samstarfsaðilans í Noregi en annar hluti verður nýttur til vinnslu í áframhaldandi rannsóknaverkefni í Vestmannaeyjum.

„Við munum því fara strax í afurðarrannsóknir um leið og nægilegt magn rauðátu berst að landi, vonandi næsta sumar,“ segir Hörður.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja er einnig í samstarfi við Háskóla Íslands og hefur fengið að láni sérhannaðann bergmálsbúnað þaðan. Stuðst hefur verið við gervihnattarmyndir til þess að finna rauðátublómann en sú tækni er enn á tilraunastigi.

Rannís og Tækniþróunarsjóður styrktu verkefnið nýlega um 20 milljónir króna. Sömuleiðis hlaut verkefnið 5 milljóna króna styrk úr Lóunni, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Til viðbótar hefur Uppbyggingarsjóður Suðurlands (SASS) og Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið.