Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Árni Friðriksson fór úr Hafnarfjarðarhöfn í fyrradag til að taka þátt í árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri.

Að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar er eitt af meginmarkmiðum leiðangursins að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.

Umfangsmikil hvalatalning í leiðinni

„Í leiðangrinum verður einnig aflað gagna sem nýtast við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum þáttum vistkerfisins þar með talinni frumframleiðni, ástandi sjávar, mælingar á átumagni og rannsóknir á miðsjávarfiskum og -hryggleysingjum,“ segir á hafogvatn.is.

Þá segir að í ár verði einnig umfangsmikil hvalatalning í leiðangrinum sem sé hluti af svokallaðri NASS talningu (North Atlantic Sighting Survey) og hófst í karfaleiðangri á Árna Friðrikssyni í júní síðastliðnum.

Sigla 9.400 kílómetra á 34 dögum

Er þetta fimmtánda árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í þessum leiðangri ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku.

„Yfirferðasvæði Árna er fyrir norðan, austan, sunnan og vestan landið ásamt svæði í grænlenskri landhelgi fyrir norðan Ísland. Hægt er að fylgjast með staðsetningu og feril Árna á þessari slóð.

„Leiðangurinn á Árna stendur í 34 daga og verða sigldar tæplega 5.500 sjómílur eða um 9.400 km og 55 yfirborðstogstöðvar verða teknar á fyrirfram ákveðnum stöðum. Um borð eru 15 vísindamenn og 17 manna áhöfn,“ segir á hafogvatn.is.

Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Árni Friðriksson fór úr Hafnarfjarðarhöfn í fyrradag til að taka þátt í árlegum alþjóðlegum uppsjávarleiðangri.

Að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar er eitt af meginmarkmiðum leiðangursins að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar í norðaustur Atlantshafi að sumarlagi.

Umfangsmikil hvalatalning í leiðinni

„Í leiðangrinum verður einnig aflað gagna sem nýtast við vöktun og fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum þáttum vistkerfisins þar með talinni frumframleiðni, ástandi sjávar, mælingar á átumagni og rannsóknir á miðsjávarfiskum og -hryggleysingjum,“ segir á hafogvatn.is.

Þá segir að í ár verði einnig umfangsmikil hvalatalning í leiðangrinum sem sé hluti af svokallaðri NASS talningu (North Atlantic Sighting Survey) og hófst í karfaleiðangri á Árna Friðrikssyni í júní síðastliðnum.

Sigla 9.400 kílómetra á 34 dögum

Er þetta fimmtánda árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í þessum leiðangri ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku.

„Yfirferðasvæði Árna er fyrir norðan, austan, sunnan og vestan landið ásamt svæði í grænlenskri landhelgi fyrir norðan Ísland. Hægt er að fylgjast með staðsetningu og feril Árna á þessari slóð.

„Leiðangurinn á Árna stendur í 34 daga og verða sigldar tæplega 5.500 sjómílur eða um 9.400 km og 55 yfirborðstogstöðvar verða teknar á fyrirfram ákveðnum stöðum. Um borð eru 15 vísindamenn og 17 manna áhöfn,“ segir á hafogvatn.is.