„Ég var bara í undirbúningi þegar ég fékk sms klukkan ellefu mínútur í sjö,“ segir Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri  í salthúsi Vísis, sem var einn þar á staðnum að undirbúa komandi vinnudag þegar boð kom um rýmingu í morgun.

Vestamannaeyjatorgarnir Bergur VE og Vestmannaey VE höfðu landað fullfermi í Grindavík á laugardaginn og er enn verið að vinna úr þeim afla að sögn Jóns Steinars. Auk þess segir hann að landað hafi verið úr Páli Jónssyni GK á mánudaginn. Það sé því töluvert af hráefni á lager en það þoli nokkurra daga bið.

Alltaf að vonast eftir betri staðsetningu

Þótt Jón Steinar hafi yfirgefið Grindavík eftir að tilkynnt var um rýminguna sneri hann til baka og var við bæinn og fylgdist með því þegar gosið hófst.

„Maður var alltaf að vonast eftir betri staðsetningu. Maður er eiginlega í hálfgerðu sjokki,“ segir Jón Steinar sem er snjall ljósmyndari og tók myndirnar sem fylgja þessari frétt þegar gosið var nýhafið.

Nánar er rétt við Jón Steinar Sæmundsson í Fiskifréttum á morgun.