Tómas Þorvaldsson GK10 kom inn til löndunar í Grindavík núna í morgunsárið í blíðskaparveðri. Alls eru þetta tæplega 23 þúsund kassar og því nóg að gera og græja fyrir starfsfólk Klafa löndunarþjónustu sem eru klárir í verkefnið.

Aflinn um 750 tonn, sem gerir um 500 tonn af lönduðum afurðum. Mest þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Skipstjórinn í þessari veiðiferð var Sigurður Jónsson og fékkst aflinn á Vestfjarðarmiðum, Selvogsbanka og Jökuldjúpinu.

Gert er ráð fyrir að löndunin taki tvo daga.