Opnuð voru útboð í rekstur Breiðafjarðaferjunnar Baldurs 2025-2028 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðum (F1) og (F2). Um er að ræða ferjuleið 1 sem er Stykkishólmur – Brjánslækur – Stykkishólmur og ferjuleið 2 sem er
Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur. Áskilið er að bjóðandi noti ferjuna m/s Baldur sem er í eigu Vegagerðarinnar til að annast
fólks-, bifreiða- og vöruflutninga á milli Stykkishólms og Brjánslækjar (F1) og milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey (F2).
Samningstími er 3 ár, frá 9. maí 2025 og til og með 30. apríl 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum um eitt ár í senn.
Þrjú tilboð bárust. Lægstbjóðandi voru Ferjuleiðir ehf í Reykjavík. Sjótækni ehf á Tálknafirði var með næstlægsta tilboðið sem var 45 m.kr. hærra en lægsta tilboð. Núverandi rekstraraðili Sæferðir í Stykkishólmi voru með hæsta tilboðið sem var 300 m.kr. hærra en lægsta tilboð.
Áætlaður kostnaður við reksturinn er tæpar 1.907 milljónir króna. Lægst bauð Ferjuleiðir ehf. 1.750 milljónir kr., Sjótækni ehf. 1.795 milljónir kr. og Sæferðir ehf. 2.020 milljónir kr.
Vegagerðin keypti notaða ferju frá Noregi á síðasta ári og kom hún til landsins haustið 2023 og leysti þá af hólmi eldri Baldur. Kaupverðið var 3,5 milljónir evra.