Skömmu fyrir brottför Ljósafells, skuttogara Loðnuvinnslunnar, eftir löndun í gær komu forsvarsmenn fyrirtækisins færandi hendi með tertu. Tilefni bakstursins er að Ljósafellið hefur frá því það kom nýtt til landsins árið 1973 veitt rúm 200 þúsund tonn. Ljósafellið er eini Japanstogarinn sem eftir er á Íslandi en alls voru þeir tíu talsins og voru smíðaðir fyrir útgerðir víða um land.
Það voru skipstjórarnir Hjálmar Sigurjónsson og Ólafur Gunnarsson sem að skáru fyrstu sneiðina af tertunni og áhöfnin gæddi sér síðan á góðgætinu áður en haldið var á ný til veiða.
