Mikið tjón virðist hafa orðið þegar Akranes, flutningaskip Smyril Line, fékk á sig brotsjó á siglingu milli Íslands og Færeyja í síðustu viku.

Óhappið varð fimmtudaginn 5. desember. Að venju hafði verið lagt upp frá Þorlákshöfn og borð var fiskur frá ýmsum útflutningsfyrirtækjum.

Mynd/in.fo
Mynd/in.fo

Enginn meiddist og skipinu sjálfu ekki hætta búin

Ekki hafa enn fengist upplýsingar um málið í dag frá Smyril Line á Íslandi en í umfjöllun færeyskra miðla kemur fram að Akranesið hafi lent í illviðri á leið sinni. Flutningavagnar um borð hafi kastast til og skemmst. Færeyska sjónvarpið hefur eftir Jens Meinhard, framkvæmdastjóra Smyril Line, að engin hætta hafi steðjað að skipinu sjálfu og að engin um borð hafi meiðst.

Mynd/in.fo
Mynd/in.fo

Hins vegar segir Færeyska sjónvarpið að eignatjón hafi orðið og að verið væri að meta það. Akranes hélt síðan för sinni áfram frá Þórshöfn í Færeyjum til Rotterdam í Hollandi og var áætlað að skipinu myndi seinka um einn dag.

Meðfylgjandi myndir eru af færeyska fréttamiðlunum in.fo þar sem sjá má fleiri myndir og frétt af málinu. Einnig eru myndir af skemmdunum um borð í Akranesinu á vef Færeyska sjónvarpsins.