Landaður afli í október var um 96 þúsund tonn sem er 22% minni afli en í október 2023. Botnfiskafli var rétt rúmlega 40 þúsund tonn, þar af þorskur um 22 þúsund tonn. Uppsjávarafli var tæp 54 þúsund tonn og dróst því saman um 34% miðað við október í fyrra. Uppsjávaraflinn samanstóð af síld, tæpum 20 þúsund tonnum, og kolmunna, tæpum 34 þúsund tonnum.

Aflamagn á tólf mánaða tímabilinu frá nóvember 2023 til október 2024 var um 973 þúsund tonn sem er 29% samdráttur miðað við sama tímabil árið áður. Helsta skýringin er sú að engin loðnuveiði var í ár.