Samtals 3.807 tonnum af byggðakvóta hefur verið úthlutað til einstakra byggðarlaga vegna fiskveiðiársins 2024/2025. Til viðbótar við þá úthlutun kemur koma eftirstöðvar frá fyrra ári einnig til ráðstöfunar í þeim byggðarlögum sem slíkt á við. Alls nemur flutningur almenns byggðakvóta milli ára nær 1.038 þorskígildstonnum.
Af úthlutuðum almennum byggðakvóta fiskveiðiársins 2024/2025 fer mest til Vestfjaraða, 1.593 tonn, 1.064 tonn til Norðurlands eystra, 435 tonn til Austurlands, 345 tonn til Norðurlands vestra, 145 tonn til Suðurnesja, 130 tonn til Vesturlands og 30 tonn til Suðurlands.
Í fréttatilkynningu frá Matvælaráðuneytinu segir að sveitarstjórnum verði tilkynnt í dag úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga. Ráðuneytið muni leita eftir afstöðu viðkomandi sveitarstjórna hvort þær óski eftir að setja sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflamarksins innan einstakra byggðarlaga. Hafa sveitarstjórnir frest til 21. febrúar nk. að senda ráðuneytinu tillögur sínar. Komi ekki fram óskir um sérreglur mun ráðuneytið beina því til Fiskistofu að auglýsa byggðakvóta fyrir viðkomandi byggðarlög til umsóknar eins fljótt og auðið er.
Almennum byggðakvóta ráðstafað til minni byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski og til byggðarlaga sem hafa orðið fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa afla í viðkomandi byggðarlögum og sem hefur haft veruleg áhrif á atvinnuástand í viðkomandi byggðarlögunum.
Byggðalög með færri en 400 íbúa fá 2.259 þorskígildistonnum úthlutað og byggðarlög með fleiri en 400 íbúa fá úthlutað 1.548 þorskígildistonnum. Alls fá ellefu byggðalög lágmarksúthlutun upp á 15 þorskígildistonn og þrjú byggðalög fá hámarksúthlutun 285 þorskígildistonna.