„Verður ekki fram hjá því horft að með háttsemi sinni [..] stofnuðu ákærðu á ófyrirleitinn hátt lífi A skipstjóra [...] í augljósan háska og létu farast fyrir að koma honum til hjálpar,“ segir í dómi yfir skipstjóra og stýrimanni flutningaskipsins Longdawn.

Rifjað er upp í dómi Héraðsdóms Reykjanessu að árekstur hafi orðið milli flutningaskipsins og strandveiðibátsins klukkan 02.49 aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí. Örskömmu síðar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibát með tilkynningu um að hann hefði komið að strandveiðibáti á hvolfi og hann hefði bjargað skipstjóranum um borð til sín.

Dómurinn kveðst líta til þess við ákvörðun refsingar ðg mennirnir tveir hafi ekki áður gerst sekir um refsiverða háttsemi og að þeir hafi báðir játað greiðlega fyrir dómi. Hins vegar verði ekki horft fram hjá hinum ófyrirleitnu viðbrögðum þeirra eftir áreksturinn.

Var skipstjórinn, Eduard Dektyarev sem var drukkinn umrædda nótt, dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og stýrimaðurinn, Alexander Vasilyev, í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn í heild má lesa hér.