Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kom í land í fyrradag úr leiðangri af Látragrunni þar sem helstu hrygningarsvæði steinbíts eru. Safnað var gögnum um steinbít og hann merktur.

Merktir voru um 400 steinbítar, þar af tæpur helmingur með rafeindamerkjum, auk þess sem atferli steinbítsins var myndað með neðansjávarmyndavél.

Þetta er fyrsti leiðangurinn sem gerður er út til að rannsaka steinbítinn sérstaklega síðan árið 1980, en þróun steinbítsstofnsins hefur verið fiskifræðingum áhyggjuefni undanfarin ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum