Flutningaskipið Star Harrier kom á dögunum til Straumsvíkur með aðföng fyrir álverksmiðjuna og lestaði álvörur. Skipið er 183 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Það var smíðað árið 2022 í Kína og er í eigu Daido Kaiun skipafélagsins þar í landi sem gerir út 27 önnur flutninga- og olíuskip. Það siglir undir flaggi Panama. Jón Steinar Sæmundsson myndaði Star Harrier þegar skipið lá fyrir akkeri úti fyrir Straumsvík áður en það lagðist að bryggju á Austurbakka.