Stórir kaupendur á makríl innan Evrópusambandslandanna hafa snúið sér að hestamakríl (jack mackerel) veiddum í Síle. Sala innan Evrópusambandslandanna á MSC vottuðu sjávarfangi dróst saman um 37.000 tonn á síðasta ári.

Þetta kemur fram í frétt IntraFish sem vitnar til orða Nicolas Guichoux, hjá MSC. Hann telur að enn fleiri fyrirtæki muni gera slíkt hið sama á komandi mánuðum. Enn er um lítið magn að ræða en Guichoux telur ákvarðanir heildsala og viðskiptavina þeirra, að óbreyttu, upphafið af einhverju stærra.

Veiðar á makríl í Norðaustur–Atlantshafi hjá helstu fiskveiðiþjóðunum hafði MSC - vottun fyrir tveimur árum.  Eins og velflestar MSC fiskveiðivottanir voru  þær háðar skilyrðum, sem fólu m.a. í sér að ríkin skildu koma upp með stjórnunarkerfi sem tryggði heildarveiði í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Það hefur ekki gengið eftir eins og kunnugt er og því voru vottanirnar afturkallaðar af faggiltum óháðum vottunarstofum.

Í Síle sinna fimmtán fyrirtæki veiðum á hestamakríl í Suður-Kyrrahafi. Veiðarnar eru vottaðar af MSC eftir að samkomulag náðist um heildarveiði. Vottunin var veitt árið 2019.