Skip Fisk Seafood hafa verið að landa þorsk og ýsu undanafarna daga.

Í gær sagði frá því á vef fyrirtækisins, fisk.is, að Málmey SK1 hafi komið til hafnar á Sauðárkrók með 108 tonn þar sem uppistaða aflans var þorskur. Málmey er meðal annars sögð hafa verið á veiðum á Kantinum vestan við Halann.

Einnig sagði frá því í gær að Farsæll SH30 hafi komið til hafnar í Grundarfirði til löndunar. „Heildarmagn afla um borð var um 62 tonn, uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Faræsll var á veiðum á Nesdýpi og Spilli,“ segir á fisk.is.

Þá var sagt frá því í fyrradag að Sigurborg SH12 hafi landað í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð hafi verið um 71 tonn og uppistaða aflans verið ýsa og þorskur. „Sigurborg var meðal annars á veiðum á Grunnkantinum,“ segir á fisl.is.

Á mánudaginn var sömuleiðis sagt frá því að Drangey SK2 hafi komið á Sauðárkrók til löndunar. „Heildarmagn afla um borð var um 123 tonn, uppistaða aflans var þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars. á veiðum á Digranesflaki,“ segirvefsíðu Fisk Seafood.