Sjö sóttu um stöðu hafnarstjóra Faxaflóahafna. Umsóknarfresturinn rann út 21. september síðastliðinn. Meðal umsækjenda Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri sem leysti af hólmi Magnús Þór Ásmundsson sem staldraði stutt við sem hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Umsækjendur um stöðuna eru:

Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar.

Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri.

Haraldur Sverrisson fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Jón Valgeir Björnsson deildarstjóri.

Karl Óttar Pétursson lögmaður.

Kristín Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar.