Íslensk sjávarklasinn hyggst á næsta ári koma að þremur nýju systurklösum erlendis og fjölga ráðgjafaverkefnum á erlendri grund. Þá á að stofnan nýjan fjárfestingarsjóð á sviði bláa hagkerfisins og vinna áfram að undirbúningi stækkunar á húsi félagsins.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttabréfi Íslenska sjávarklasans um markmið félagsins fyrir árið 2025. Þau eru sögð vera eftirfarandi:

1. Nýir systurklasar: Minnst þrír nýir systurklasar verða stofnaðir utan Íslands sem munu auka enn frekar tengslanet Íslenska sjávarklasans og samstarfsaðila hans utan Íslands. Þá verða átta klasar utan Íslands.

2. 100% verkefnin: Fleiri ráðgjafaverkefni, eins og þau sem tengjast 100% nýtingu og eru í gangi í ýmsum löndum, munu vera undirstaða starfsins utan Íslands.

3. Nýsköpun á Íslandi: Íslenski sjávarklasinn mun stefna að því að vera áfram vettvangur fyrir nýjar hugmyndir og nýsköpun tengda bláu hagkerfi á Íslandi. Nemendur verða hvattir til frumkvöðlastarfs, hraðall fyrir nýsköpun verður í gangi og samstarf við opinbera aðila verður styrkt.

4. Spá um vöxt bláa hagkerfisins: Íslenski sjávarklasinn mun kynna vaxtarspá sína fyrir bláa hagkerfið til ársins 2030 og mun einbeita sér að því að kynna nýjar áskoranir og tækifæri, svo sem í umhverfisvænni orku, sjálfbæru fiskeldi, gervigreind og líftækni.

5. Samstarf við stjórnvöld: Fulltrúar nýsköpunar í Íslenska sjávarklasanum munu hefja formlegt samtal við stjórnvöld um mikilvægustu verkefni bláa hagkerfisins á komandi árum.

6. Stækkun Húss sjávarklasans: Undirbúningur fyrir stækkun Húss sjávarklasans við Grandagarð í samstarfi við Faxaflóahafnir og Reykjavíkuborg heldur áfram.

7.Fjárfestingarsjóður: VC Sjóður verður stofnaður sem fjárfestir í nýjum sprotum á sviði bláa hagkerfisins.