Fjallað er um loðnubrestinn á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og hvernig áhafnirnar nýta tímann til að sinna viðhaldi uppsjávarskipanna sem eru meira eða minna við bryggju.

Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE kveðst hafa verið á Gullberginu sefrá því Sighvati VE var lagt. „Þar áður var ég á Ísleifi. Ætli ég sé ekki búinn að vera hjá fyrirtækinu í um það bil 30 ár,” segir hann í spjalli við tíðindamann heimasíðu VSV.

Spurður um hvað þeir hafi verið að gera þennan tíma svarar hann að þeir séu búnir að vera að dytta að ýmsu. „Það er verið að rústberja og mála. Við leggjum okkur fram um að gera skipið fínt fyrir næsta úthald.”

Slakað á yfir kaffibolla milli verka.
Slakað á yfir kaffibolla milli verka.

Það hlýtur að hafa mikil áhrif þegar það vantar heila loðnuvertíð inn í heildarmyndina?

Já, það er um það bil einn þriðji af árstekjunum, ef að það er meðalvertíð. Ég tala nú ekki um þegar þetta er eins og núna tvö ár í röð sem loðnan brestur. Þetta hefur áhrif á allt og alla, m.a. á bæjarfélagið.

„Jú, við erum að verða klárir. Nótin á eftir að fara í land og pokar um borð og þá erum við klárir í næsta úthald. Við förum á kolmunna næst, niður við Færeyjar. Verðum þar eitthvað fram í maí. Þá er önnur pása, væntanlega fram í miðjan júní þegar makrílveiðarnar hefjast.“