Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem lauk í dag, rituðu dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undir samkomulag um aðkomu ríkisins að fjármögnun fimm nýrra björgunarskipa. Þegar hefur verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö verið afhent, og von á því þriðja í haust.

Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins. Samningurinn tryggir fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa.

Björgunarskipin verða sömu gerðar og Sigurvin sem kom til Siglufjarðar í mars.
Björgunarskipin verða sömu gerðar og Sigurvin sem kom til Siglufjarðar í mars.